Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1491223589.31

    Glerungaefnafræði
    KERA4GE03
    2
    Keramik
    Glerungaefnafræði
    Samþykkt af skóla
    4
    3
    Í áfanganum öðlast nemandinn haldbæra þekkingu á því hvernig grunnhráefni til glerungagerðar virka, hver sé tilgangur glerjunar og hvernig glerungar eru flokkaðir. Nemandi kynnist blöndun ólíkra glerunga og hvernig má með breytingum á efnainnihaldi ná fram tilteknum eðlisbreytingum. Unnið er með hábrennda glerunga fyrir steinleir. Markmiðið er að nemandinn verði fær um að blanda glerunga eftir tilbúnum uppskriftum, öðlist færni í að laga uppskriftir eftir þörfum og kunni að lesa í þær eftir útliti og eiginleikum glerungsins. Í gegnum vinnuferlið heldur nemandinn dagbók þar sem hann skráir allar niðurstöður úr glerungavinnunni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu og flokkun glerunga
    • helstu glerungahráefnum og eðliseiginleikum þeirra
    • markvissum aðferðum í þróun glerungs með tilraunum
    • áhrifum ólíkra brennsluaðferða á glerung
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilgreina og flokka glerunga
    • velja hráefni í glerung á forsendum efnafræðilegra eiginleika
    • glerja leirhluti
    • brenna glerunga við mismunandi hitastig
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilgreina helstu ástæður fyrir og bregðast við gallamyndun í glerungum
    • búa til glerung sem hefur til að bera sérstöðu og möguleika á áframhaldandi þróun