Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1491229203.42

    Hönnun og framleiðsla
    KERA4HF11
    4
    Keramik
    Hönnun, framleiðsla
    Samþykkt af skóla
    4
    11
    Í áfanganum þróar nemandinn vöru og framleiðir í samstarfi við raunverulegt eða ímyndað fyrirtæki. Nemandinn setur niður drög að skipulagi um framkvæmd verksins í samráði við kennara. Nemandinn kynnir sér gerð samsettra frummóta og gifsmóta og öðlast þjálfun í að vinna frummót og mót á gifsrennibekk. Nemandinn annast sjálfur allt framleiðsluferli við vöru sína þ.e.a.s. býr til frummót, gerir gifsmót eftir frummóti, steypir með postulíni eða leir í gifsmóti og glerjar og brennir afsteypur sínar. Nemandinn skilar í lok áfangans fullunnum verkum til sýningar á nemendasýningu skólans.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þróun og framleiðslu vöru frá hugmynd að fullunnu verki
    • samstarfi við aðra, bæði hönnuði og fyrirtæki
    • gerð frummóta og gifsmóta
    • framsetningu á fullunnu verki
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • þróa og framleiða hluti samkvæmt eigin hugmynd og kröfum annarra
    • beita flókinni tækni- og verkþekkingu í mótagerð
    • setja verk sín fram á skýran og sannfærandi hátt til sýningar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • miðla sérhæfðri þekkingu sinni í samstarfi og samskiptum við viðskiptavini
    • vinna sjálfstætt og skipulega að settu markmiði