Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1492004844.82

  Plast - viðgerðir
  BMPL2PV01
  1
  Plast - viðgerðir
  Undirvinna og málun
  Samþykkt af skóla
  2
  1
  Rifjuð upp algengustu plastefni sem notuð eru í ökutækjum. Gerðar einfaldar tegundargreiningar ásamt vinnu- og viðgerðarlýsingu. Gerðar æfingar í undirvinnu og málun yfirborðs plasthluta úr yfirbyggingu. Áhersla er lögð á notkun öryggisvarna í samræmi við reglugerðir heilbrigðisyfirvalda.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • gerðum helstu plastefna sem notuð eru í ökutækjum og kunni skil á samsetningu þeirra og notkunarsviðum
  • helstu efnum sem notuð eru við undirvinnu og málun plasthluta
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • gera við plasthluti úr yfirbyggingu, meðhöndla yfirborð og framkvæma nauðsynlega undirvinnu og málun í samræmi við viðurkenndar aðferðir og gæðastaðla framleiðenda
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • velja efni til viðgerða
  • gera við helstu gerðir pastefna í yfirbyggingu bifreiða.
  • nota öryggisvarnir við vinnu plastefna.
  Vægi, skirflegt mat 20%. Verklegt mat 60%. Ástundun 20%.