Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1492789020.98

  Spraututækni - búnaður
  BMSP2BÚ01
  5
  Spraututækni - grunnur
  Val á tækjabúnaði
  Samþykkt af skóla
  2
  1
  Farið yfir skilgreiningu og val á tækjabúnaði sem verklýsing og verkefni gera ráð fyrir með sérstakri áherslu á málun stærri ökutækja. Veitt innsýn í val og skilgreiningar tækjabúnaðar til notkunar við fjölbreytt verkefni í almennum iðnaði.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • verkfærum og tæknibúnaði sem beita þarf til viðhalds og viðgerða á yfirborði ökutækja, með áherslu á hópbifreiðar, vörubifreiðar, farangurshús, tankbifreiðar og við iðnaðarframleiðslu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • velja tækjabúnað við vinnu stærri ökutækja
  • velja tækjabúnað við vinnu í almennum iðnaði
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • mála stærri ökutæki og við vinnu í almennum iðnaði.
  Skriflegt mat 40%. Verklegt mat 40%. Ástundun 20%