Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1493989377.78

  Forritun I
  FORR1FG05(AU)
  3
  forritun
  Forritun
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  AU
  Í áfanganum fá nemendur þjálfun í forritun. Farið er í undirstöðuatriði forritunar svo sem skilyrðissetningar, slaufur, aðferðir, fylki og strengjavinnslu. Nemendur vinna verkefni í tímum sem reyna á færni þeirra og getu varðandi þessi atriði. Lögð er áhersla á að nemendur temji sér öguð og viðurkennd vinnubrögð við forritun.
  Engar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • undirbúningsvinnu við forritun.
  • skilyrtum setningum.
  • mismunandi gagnabreytum.
  • virkni lykkjusetninga.
  • fylkjavinnslu og strengjavinnslu.
  • aðferðum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • forrita með skilyrðum, lykkjum og mismunandi gagnatögum.
  • vinna með strengi.
  • búa til forrit sem tekur við gögnum frá notanda og skilar niðurstöðum.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nýta þekkingu sína til áframhaldandi náms í forritun.
  • beita skipulögðum aðferðum við lausn forritunarverkefna.
  • búa til einföld forrit.
  Símat.