Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1496071140.55

  Þýska 5
  ÞÝSK2EE05(MA)
  16
  þýska
  Þýska 5
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  MA
  Í þessum áfanga er byggt áfram á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa þegar tileinkað sér. Enn er lögð áhersla á að efla menningarvitund þeirra og þekkingu á staðháttum og siðum þýskumælandi landa. Áfram er unnið með alla færniþættina með aukinni áherslu á munnlega tjáningu. Unnið verður með fjölbreyttara námsefni en áður s.s. mismunandi textaform, hljóð- og myndefni. Nemendur auka orðaforða sinn og færni í notkun málsins. Gerðar eru auknar kröfur um sjálfstæð vinnubrögð og árangursríka námstækni.
  ÞÝSK1DD05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mannlífi, menningu og siðum í þýskumælandi löndum
  • samskiptavenjum og mismunandi notkun málsins eftir aðstæðum
  • grundvallarþáttum þýska málkerfisins
  • formgerð og uppbyggingu texta og mismuninum á töluðu og rituðu máli
  • flóknari orðaforða sem er nauðsynlegur til að ná hæfnimarkmiðum áfangans
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja talað mál um kunnugleg efni og greina aðalatriði í fjöl- og myndmiðlum þegar fjallað er um afmörkuð málefni
  • lesa margs konar gerðir texta og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
  • afla sér hagnýtra upplýsinga, taka þátt í samræðum um afmörkuð undirbúin efni og um efni sem hann þekkir
  • halda stuttar kynningar og beita framburði og málnotkun á sem réttastan hátt
  • skrifa frásagnir um ýmis efni
  • nota upplýsingatækni og hjálpargögn, svo sem orðabækur, við ritun texta
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja daglegt mál og bregðast rétt við
  • fjalla á nokkuð ítarlegan hátt, munnlega og skriflega, um efni sem hann hefur kynnt sér
  • tjá eigin skoðanir og persónulega reynslu
  • skrifa ýmiss konar texta og geta fylgt þeim ritunarhefðum sem eiga við í hverju tilviki fyrir sig
  • beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum og leysa úr málum sem upp geta komið
  • tileinka sér efni mismunandi texta og geta dregið ályktanir um efni þeirra
  • nýta þekkingu og leikni til að leysa úr viðfangsefnum, einn eða í samstarfi við aðra
  • meta eigið vinnuframlag og framfarir
  • sýna aga, metnað, sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og trú á eigin getu
  Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.