Markmið áfangans er að fjalla um myndlist 20. og 21. aldar og endurskoðun listamanna á hugmyndafræði og nálgun myndlistar. Fjallað verður um tilkomu framúrstefnulistar og mikilvægi hennar í þróun samtímalistar. Þróun samtímalistar í ýmsum löndum með áherslu á tengingu við íslenska myndlist. Áhersla er á að draga fram mikilvægi nýrra miðla í samtímalist t.d. ljósmynda, kvikmynda, hljóðlistar, tölva, o.s.frv. Farið verður í heimsókn á listsýningu. Nemendur vinna skriflegt rannsóknarverkefni (1.500 orð) um valið myndlistarverk og hver nemandi vinnur einnig ljósmynd út frá viðfangsefnum námskeiðsins og skilar um verkið 300 orða greinargerð.
LIST4LS Listasaga 1. hluti.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
myndlist 20. og 21. aldar
mikilvægi endurskoðunar listamanna á hugmyndafræði og nálgun myndlistar 20. og 21. aldar
tilkomu framúrstefnulistar og mikilvægi hennar í þróun samtímalistar
þróun samtímalistar í ýmsum löndum með áherslu á tengingu við íslenska myndlist
mikilvægi nýrra miðla í samtímalist t.d. ljósmynda, kvikmynda, hljóðlistar og tölva
stöðu ljósmyndunar í heimi samtímamyndlistar
helstu hugtökum sem notuð eru í umræðu um listir
muninum á smekksdómum og faglegri umræðu um listir
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita þeim hugtökum sem kynnt eru í áfanganum á markvissan og skýran máta
lesa og greina mismunandi fræðitexta um listir og listumræðu
koma niðurstöðum sínum á framfæri í rituðu máli með skýrum hætti
taka þátt í umræðum um listsögulega þætti og að beita þar hugmyndum og kenningum um listir og listsköpun á faglegan máta
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina frá helstu áherslum í list 20. og 21. aldar
geta fjallað um samtímalist út frá kenningum, hugmyndum og heimspeki
nota heimildir gagnrýnið og á sjálfstæðan máta
fjalla um samtímamyndlist með greinandi og gagnrýnum hætti
draga sjálfstæðar ákvarðanir um samtímamyndlist
geta rökstutt skoðanir sínar með vísan í verk, listamenn og/eða fræðimenn
vinna sjálfstæð verk út frá hugmyndum samtímamyndlistar og að geta fjallað um þau í því samhengi