Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1508339197.65

    Stafræn ljósmyndun og myndvinnsla, 3. hluti
    SLMV4SM02
    1
    Stafræn ljósmyndun og myndvinnsla
    Stafræn ljósmyndun og myndvinnsla
    Samþykkt af skóla
    4
    2
    Markmið áfangans er að auka nemendum sjálfstæði í stafrænni myndvinnslu og prentun og að aðstoða þá við að ná tökum á persónulegum stíl í myndvinnslu. Kennsla fer að mestu leyti fram með einkatímum og aðstoð í tölvuveri. Í lok áfangans eiga nemendur að hafa gott vald á helstu þáttum stafræna myrkraherbergisins, geta sýnt persónuleg stílbrögð og unnið sjálfstætt að úrlausn verkefna. Kennari bendir nemendum á lesefni sem hentar verkefnum og áherslum.
    SLFM4SM06 Stafræn ljósmyndun, myndvinnsla,flokkun og umsýsla gagna 1. hluti SLFM4SL06 Stafræn ljósmyndun, myndvinnsla og umsýsla gagna, 2. hluti
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • öllum helstu þáttum stafræna myrkraherbergisins og geta unnið sjálfstætt að útlausn verkefna
    • hvert hann vill stefna með vinnu sinni og hvaða stílbrögðum hann hyggst beita
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita öllum helstu þáttum stafræna myrkraherbergisins
    • vinna sjálfstætt að úrlausn verkefna er lúta að myndvinnslu og prentun
    • beita persónulegum stílbrögðum við myndvinnslu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna sjálfstætt að úrlausn verkefna
    • sýna persónulegar áherslur í myndsköpun
    • beita faglegum vinnubrögðum við stafræna myndvinnslu