Ljósmyndasaga, 2. hluti. Stefnur og straumar í samtímaljósmyndun
LJSA4SS02
2
Ljósmyndasaga
Ljósmyndasaga, stefnur og straumar í samtímaljósmyndun
Samþykkt af skóla
4
2
Markmið áfangans er að kynna nemendum helstu meginstrauma í listrænni samtímaljósmyndun. Horft til þriggja síðustu áratuga og alþjóðlegra hræringa og tekin dæmi af íslenskri listsköpun með ljósmyndamiðlinum. Nemendur kynnast helstu birtingarmyndum samtímaljósmyndunar og þeim leiðum sem listamönnum eru færar til að kynna og birta verk sín. Nemendur skrifa ritgerð um tvo listamenn að eigin vali.
LJSA4LS02 Ljósmyndasaga 1. hluti.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu alþjóðlegu meginstraumum í listrænni samtímaljósmyndun síðustu þriggja áratuga
helstu birtingarmyndum samtímaljósmyndunar
helstu áherslum, aðferðum og nálgun í samtímaljósmyndun og tenglum hennar við aðra listmiðla á heimsvísu
tengslum samtímaljósmyndunar og annarrar myndlistar við samfélagsmál, strauma og stefnur í íslensku sem og alþjóðlegu samhengi
stöðu samtímaljósmyndunar á Íslandi
helstu hugtökum og orðræðu sem notuð er í umfjöllun um samtímalistir
fjölbreyttum leiðum sem listamönnum eru færar til að kynna og birta verk sín
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota viðeigandi hugtök og orðræðu í umfjöllum um samtímaljósmyndun
greina ljósmyndir og tengsl samtímaljósmyndunar við aðra myndlist
forma rannsóknarspurningar, afla heimilda, taka til þeirra gagnrýna afstöðu
nota heimildir til rökstuðnings fyrir niðurstöðu sinni í munnlegum og skriflegum verkefnum og umræðum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
þekkja helstu áherslur, aðferðir og nálgun í samtímaljósmyndun og tengslin við aðra listmiðla á heimsvísu
geta nefnt dæmi um samtímaljósmyndara á Íslandi og tengt þá straumum og stefnum í myndlistarheiminum
geta aflað heimilda um tiltekið efni, tekið til þeirra gagnrýna afstöðu og notað þær til að byggja niðurtöður sínar á
draga sjálfstæðar ályktanir um verk samtímaljósmyndara og rökstyðja skoðanir sínar með vísan til verka og umfjöllunar fræðimanna
fjalla um samtímaljósmyndun út frá kenningum um listfræði og heimspeki
nota viðeigandi hugtök og orðræðu til að fjalla um og útskýra verk, listamenn og áherslur í samtímaljósmyndun