Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509188980.98

    Lokaritgerð
    RITG4RI06
    1
    Lokaritgerð
    heimildanotkun, ritun
    Samþykkt af skóla
    4
    6
    Markmið áfangans er að nemandi fjalli um verkefni sín og vinnuferli, tengi við hugmyndafræði, stefnur og/eða tilteknar aðferðir og setji niðurstöðu sína fram í ritgerð. Ritgerðinni skal skila yfirlesinni, útprentaðri og frágenginni með forsíðu, á skrifstofu skólans fyrir uppgefinn lokafrest.Gerð er krafa um vönduð vinnubrögð, heimildatilvísanir og rétta heimildanotkun. Ritgerðin skal vera um 5.000 orð.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi sjálfstæðra í vinnubragða
    • verkferlum sínum og úrlausnarleiðum og geta tengt hvorutveggja við hugmyndafræði, stefnur og/eða tilteknar aðferðir
    • mikilvægi þess að geta í skrifum og umræðum beitt greinandi aðferðum á verk sín og annarra og sett í mismunandi hugmyndafræðilegt samhengi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina og fjalla um eigið vinnuferli og verklag og tengja við hugmyndafræði, stefnur og/eða tilteknar aðferðir
    • beita greinandi aðferðum á verk sín og annarra og setja í mismunandi hugmyndafræðilegt samhengi
    • setja niðurstöður sínar fram í vönduðum texta sem studdur er rökum
    • leita heimilda, meta þær og að beita þeim á gagnrýnin máta til að rökstyðja niðurstöður sínar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita greinandi ferlum á verk sín og annarra og setja í hugmyndafræðilegt samhengi
    • setja niðurstöður sína fram með skýrum hætti í rituðu máli
    • styðja niðurstöður sínar og skrif, rökum og vísunum í heimildir
    • styðja niðurstöður rannsóknar- og hugmyndavinnu með vísunum í verk, listamenn og/eða hugmyndafræði