Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509198189.49

    Að rýna og ræða, 4. hluti
    RÝRÆ4RR02
    4
    Að rýna og ræða
    greining, lestur, rökræður, umfjöllun
    Samþykkt af skóla
    4
    2
    Markmið áfangans er að nemendur kynni sér ákveðna fyrirfram valda texta sem allir fjalla um eða snerta ljósmyndamiðilinn á einhvern máta. Textarnir geta verið ritgerðir eða greinar um kenningar, hugmyndasögu eða heimspeki, einnig ævisögur merkra listamanna eða önnur listtengd skrif. Tilgangurinn er að þjálfa nemendur í að greina innihald texta, að rökræða og skiptast á skoðunum um þá og að gera greinarmun á smekksdómum og rökstuddu áliti. Ekki síst eru nemendur hvattir til að tengja innihald þessara texta öðrum þáttum námsins.Í lok áfangans er gert ráð fyrir því að nemendur hafi öðlast þjálfun í að lesa, fjalla um og rökræða ólíka texta sem allir hafa snertiflöt við ljósmyndun.Nemendur fá lesefni uppgefið í upphafi áfangans.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi hugmyndafræðilegrar, faglegrar og gagnrýninnar umræðu um ljósmyndun og aðrar listir
    • hugmyndum og verkum ólíkra listamanna sem vinna með ljósmyndina sem miðil
    • helstu hugmyndum, hugtökum og kenningum um strauma og stefnur í ljósmyndun
    • hugtökum og hugmyndum sem hægt er að beita sem rökum í umræðum og skrifum um ljósmyndir og listaverk
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • í að lesa, fjalla um og rökræða ólíka texta sem allir hafa snertiflöt við ljósmyndun
    • setja fram ígrundaða skoðun á tilteknum texta og tengja innihald hans öðrum þáttum námsins á námsbrautinni
    • beita þeim hugtökum sem kynnt eru í áfanganum í umræðum og skrifum
    • vitna til fræðilegra hugmynda í umræðu um ljósmyndir og listir almennt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa ólíka texta sem allir snerta ljósmyndun og ljósmyndir og að mynda sér skoðun á þeim
    • ræða innihald ólíkra texta á faglegan og gagnrýninn máta
    • setja skoðun sína fram með rökstuddum og uppbyggilegum hætti
    • tengja innihald mismunandi fræðitexta öðrum þáttum námsins
    • beita þeim hugtökum sem kynnt eru á markvissan og skýran máta.