Markmið áfangans er að nemendur kynnist, hinu margþætta eðli ljósmyndarinnar, ólíkum birtingarmyndum hennar og þeim áhrifum sem ljósmyndamiðillinn hefur. Einnig er áhersla á að kynna þeim hin fagurfræðilegu og hugmyndafræðilegu gildi sem hvorutveggja móta miðilinn og taka breytingum vegna hans. Í áfanganum eru þessir þættir meðal annars skoðaðir í gegnum verk ólíkra ljósmyndara og verk nemenda. Fá þeir æfingu í að greina ljósmyndir og ljósmyndaverk á grundvelli sögulegra, menningarlegra og táknfræðilegra aðferða við túlkun og í því að kynna niðurstöður sínar fyrir öðrum. Þurfa þeir meðal annars að beita aðferðunum á eigin verk í vinnslu. Í áfanganum er leitast við að skapa vettvang fyrir nemendur til að taka þátt í gagnrýninni og líflegri umræðu um ljósmyndun sem hefur marga snertifleti, meðal annars við þeirra eigin verk. Markmiðið í lok áfanga er að nemendur hafi hlotið nokkra yfirsýn yfir marþætt eðli ljósmyndarinnar og hafi öðlast færni í að greina ljósmyndir, og þjálfun í koma niðurstöðum sínum á framfæri.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hinu margþætta eðli ljósmyndarinnar, ólíkum birtingarmyndum hennar og þeim áhrifum sem ljósmyndamiðillinn hefur
helstu fagurfræðilegu og hugmyndafræðilegu gildum sem hvorutveggja móta miðilinn og taka breytingum vegna hans
því að greina ljósmyndir og ljósmyndaverk á grundvelli sögulegra, menningarlegra og táknfræðilegra aðferða við túlkun
mikilvægi þess að geta kynnt niðurstöður sínar fyrir öðrum með skilmerkilegum hætti
því að beita hugmynda og táknfræðilegum greiningaraðferðunum á eigin verk í vinnslu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina ljósmyndir og ljósmyndaverk á grundvelli sögulegra, menningarlegra og táknfræðilegra aðferða við túlkun
beita greinandi aðferðum á eigin verk og vinnubrögð
kynna niðurstöður sínar fyrir öðrum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta marþætt eðli ljósmyndarinnar
greina og meta með gagnrýnum hætti eigin verk og annarra
koma niðurstöðum sínum á framfæri
geta tekið þátt í gagnrýninni umræðu um ljósmyndamiðilinn sem listform