Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509203517.27

    Ljósmyndabókin
    LJÓB4LB02
    1
    Ljósmyndabókin
    Ljósmyndabókin sem listmiðill
    Samþykkt af skóla
    4
    2
    Markmið áfangans er að kynna nemendum ljósmyndabækur sem miðil og tjáningarform og ferlið sem liggur að baki gerð þeirra. Nemendur fá yfirlit yfir sögu miðilsins, kynnast birtingarmynd ljósmyndarinnar í bókverkum af ólíkum toga en megin áherslan er að að kynna þeim mikilvægi bókverksins sem listforms í samtímanum.Nemendur fá þjálfun í að skoða slík verk og greina og fá innsýn mikilvæga listræna og hagnýta þætti er varða bókagerð eins og val á efni, hönnun, prentun og mismunandi útgáfuform. Markmið áfangans er ekki síst að efla gagnrýna hugsun nemenda og að kynna þeim þá skapandi möguleika sem í miðlinum felast. Nemendur þurfa að leggja fram efni og vinna handritshugmynd að bók. Stefnt er að því að nemendur fá allnokkra þekkingu á mismunandi tegundum ljósmyndabóka, séu meðvitaðir um stöðu bókverka í listumhverfi samtímans og þekki helstu þætti vinnuferlisins og ólíkar leiðir sem hægt er að fara til útgáfu slíkra bóka.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ljósmyndabókum og margbreytilegri birtingarmynd ljósmyndar í slíkum bókum
    • mikilvægi bókverksins sem listforms í samtímanum
    • helstu þáttum í sögu ljósmyndabóka sem miðils
    • mikilvægum listrænum og hagnýtum þáttum er varða bókagerð; val á efni, hönnun, prentun og mismunandi útgáfuform
    • mikilvægum tengslum hugmyndar og útfærslu
    • þeim skapandi möguleikum sem í miðlinum felast
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meta bókverk og greina þau
    • koma niðurstöðum sínum á framfæri
    • meta tengsl hugmyndar og útfærslu
    • vinna hugmynd að handriti fyrir eigin bókverk
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina og meta bókverk á gagnrýninn máta
    • þekkja stöðu bókverka í listumhverfi samtímans og mikilvægi þeirra sem listmiðils
    • gera sér grein fyrir helstu þáttum vinnuferlisins við gerð bókverka
    • þekkja ólíkar leiðir sem hægt er að fara til útgáfu slíkra bóka
    • geta lagt fram handritsdrög að útfærslu á eigin hugmynd í bókverki