listsköpun; hugmyndavinna, rannsóknir og mismunandi aðferðir og tækni.
Samþykkt af skóla
4
12
Vinnustofur eru starfsvettvangur nemenda og gestakennara sem allir eru starfandi ljósmyndarar/listamenn. Tekin eru fyrir verkefni sem tengjast listsköpun; hugmyndavinna, rannsóknir og mismunandi aðferðir og tækni.
Kennari í vinnustofu bendir á bækur og ráðleggur um lesefni sem hentar viðfangsefni hverrar vinnustofu og/eða verkefnum einstakra nemenda.
Markmið áfangans er að að opna augu nemenda fyrir því hvernig nota má ljósmyndun á mismunandi hátt í listrænum tilgangi og að veita þeim þjálfun í skapandi starfi með miðilinn. Enn fremur er markmiðið að ýta undir sköpunarkraft nemenda og að leitast við að opna þeim nýjar leiðir í persónulegri tjáningu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvernig nota má ljósmyndun á mismunandi hátt í listrænum tilgangi
fjölbreyttum aðferðum við listsköpun og tjáningu með miðilinn
samhengi efnis, aðferða og hugmyndavinnu
mikilvægi gagnrýninnar afstöðu til eigin verka og annarra
tengslum samtímaljósmyndunar við samtímamyndlist
að mismunandi hugmyndafræðileg og fagurfræðileg gildi geta legið til grundvallar myndverkum af ólíkum toga
áherslum og aðferðum samtímaljósmyndunar, hvað varðar nálgun, úrvinnslu og tengsl við aðra listmiðla
starfsumhverfi og veruleika starfandi listamanna
mikilvægi sjálfstæðis í vinnubrögðum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna markvisst frá hugmynd til verks
útskýra hugmyndir sínar, ætlanir og vinnuferli
taka við og vinna úr gagnrýni á eigin verk og vinnulag
velja aðferðir sem henta persónulegum hugmyndum og vinnubrögðum
taka afstöðu til eigin verka og annarra og geta sett fram álit sitt á markvissan, uppbyggilegan og útskýrandi máta
greina hvernig mismunandi hugmyndafræðileg og fagurfræðileg gildi geta legið til grundvallar myndverkum af ólíkum toga
vinna sjálfstætt að útfærslu á eigin hugmyndum og verkum
sinna skapandi starfi með miðilinn
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna með fjölbreyttar hugmyndir og mismunandi aðferðir til að vinna persónuleg verk
auka við leiðir í persónulegri tjáningu í skapandi starfi með miðilinn
taka afstöðu til myndverka á gagnrýnan en faglegan hátt og sneiða hjá smekksdómum
geta sett fram skoðanir og álit á faglegan og uppbyggilegan máta og rökstutt niðurstöður sínar faglega
setja eigin efnistök í samhengi við aðferðir í listheimi samtímans
nýta þekkingu sína til taka sjálfstæðar ákvarðanir í hugmyndavinnu og útfærslu verka
geta fjallað um og rökstutt eigin hugmyndir og vinnubrögð