Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509270980.36

    Hugmyndavinna 3. hluti
    HUGM4LJ07
    16
    hugmyndavinna
    Hugmyndavinna - Ljósmyndun
    Samþykkt af skóla
    4
    7
    Markmið áfangans er að aðstoða nemendur við að skilgreina sig sem ljósmyndara, hvert þeir hyggjast stefna og hvað þá vantar upp á til að ná markmiðum sínum. Nemendur eru hvattir til að leita svara við spurningunni: „Hvers konar ljósmyndari ætla ég að verða?“ Þeir eru einnig hvattir til að kynna sér ólíka ljósmyndara og listamenn, leita ólíkra leiða við úrlausn verkefna og að gera tilraunir með miðilinn. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að nemendur myndi og tileinki sér reglulegt og stöðugt vinnuflæði. Enn fremur er áhersla á að þeir þjálfi enn frekar aðferðir við skipulag í hugmyndavinnu; temji sér skipulögð vinnubrögð og geti undirbúið verkefni sín á skýran og markvissan hátt með gagnaöflun, skissuvinnu og rituðum texta. Nemendur þurfa að kynna hugmyndir sínar, vinnuáætlun, afrakstur vinnu sinnar og verkefni. Þeir þurfa að geta rökstutt ákvarðanir varðandi verkefnaval og vinnuferli.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvert hann hyggst stefna með ljósmyndun og hvað upp á vantar til að þeim markmiðum sé náð
    • mikilvægi þess að temja sér reglulegt vinnuflæði
    • helstu aðferðum við skipulag í hugmyndavinnu
    • mikilvægi tilrauna og rannsókna í hugmyndavinnuferlinu
    • mikilvægi þess að undirbúa verkefni sín á skýran og markvissan hátt með rannsóknarvinnu, skissuvinnu og rituðum texta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • kynna hugmyndir sínar, vinnuáætlun, afrakstur vinnu sinnar og verkefni
    • útskýra og færa rök fyrir ákvörðunum varðandi verkefnaval og vinnuferli
    • beita helstu aðferðum við hugmyndavinnu
    • vinna hugmynda- og rannsóknarvinnu, gera tilraunir og móta hugmyndir sínar
    • fjalla um hugmyndir sínar og verk og setja í hugmyndafræðilegt samhengi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • móta vinnubrögð sín og verkflæði og skerpa á áherslum í eigin sköpun
    • geta útskýrt og rökstutt ákvarðanir sínar varðandi verkefnaval og vinnuferli
    • undirbúa verkefni sín á skýran og markvissan hátt með rannsóknar- og skissuvinnu og rituðum texta
    • geta kynnt hugmyndir sínar, vinnuáætlun, afrakstur vinnu sinnar og verkefni
    • geta fjallað um hugmyndir sínar og verk og sett í hugmyndafræðilegt samhengi