Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1509967552.25

  Algebra og jöfnur
  STÆR2AJ05(MA)
  84
  stærðfræði
  algebra, jöfnur
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  MA
  Meginefni áfangans er talnareikningur, hlutföll, einingaskipti, prósentureikningur, liðun, þáttun, bókstafareikningur, bókstafabrot, veldi, rætur, jöfnur, ójöfnur, jöfnuhneppi, annars stigs jöfnur, hornaföll, hnitarúmfræði, lína, fleygbogi og hringur. Aðaláhersla áfangans er á þjálfun í dæmareikningi úr þessum efnisatriðum.
  Grunnskólapróf með einkunn B eða hærra
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • tölum, forgangsröðun aðgerða, brotum og brotabrotum
  • hlutföllum, prósentum og einingaskiptum
  • frumtölum og frumþáttun
  • liðun, þáttun og bókstafabrotum
  • veldum, rótum, velda- og rótarreglum
  • jöfnum af fyrsta og öðru stigi, sértilfelli af þriðja og fjórða stigs jöfnum auk jöfnuhneppa og ójöfnum af fyrsta stigi
  • hornaföllum
  • hnitakerfinu
  • línu, fleygboga og hring
  • notkun algengra stærðfræðitákna s.s jafnaðarmerkis og sviga
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota allar algengar reiknireglur talnareiknings og bókstafareiknings
  • frumþátta og átta sig á deilanleika út frá frumtölum
  • einfalda brot og brotabrot
  • liða og þátta stærðtákn og meðhöndla bókstafabrot
  • nota rætur og brotna veldisvísa
  • beita velda- og rótarreglum
  • leysa ýmis konar jöfnur, ójöfnur og jöfnuhneppi
  • skipta milli algengra eininga
  • nota reglur um prósentu- og vaxtareikning
  • nota hornaföll til að finna horn og hliðar í þríhyrningum
  • nota jöfnu línu, fleygboga og hrings til að reikna út helstu stærðir og kanna eiginleika þeirra
  • nota algeng stærðfræðitákn s.s. jafnaðarmerki og sviga
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega í mæltu máli
  • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu
  • vinna með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu
  • beita gagnrýninni hugsun og sýna áræði, frumkvæði og innsæi við lausnir
  • beita skipulögðum aðferðum við að leysa verkefni og þrautir úr kunnuglegu samhengi, m.a. með því að setja upp jöfnur
  • klæða verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa það og túlka lausnina í samhengi við upphaflegt verkefni
  Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.