Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1514979854.92

  Fornámsáfangi í stærðfræði
  STÆR1SF04
  95
  stærðfræði
  Fornám í stærðfræði
  Samþykkt af skóla
  1
  4
  Áfanginn er ætlaður þeim sem ekki hafa náð viðunandi árangri í stærðfræði til að teljast búa yfir þeirri þekkingu í faginu sem krafist er í námi á framhaldsskólastigi og hafa lokið STÆ 192. Byggt er á þekkingu nemenda á undirstöðu reikniaðgerða: samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu ásamt forgangsröðun reikniaðgerða. Þessari þekkingu beita nemendur við lausn flóknari dæma.
  Stærðfræði fornámsáfangi fyrri hluti stær1FO04_10
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • velda og rótareikningi
  • hlutföllum og prósentum
  • hnitakerfinu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna með velda- og rótareiking
  • vinna með hlutföll og prósentur
  • þekkja hvaða reikniaðferðir á að nota í daglegu lífi
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • beita velda og rótareikning
  • reikna hlutföll og prósentur
  • skiptast á skoðunum við aðra um aðferðir til að leysa fjölbreytt dæmi
  • beita þessum reikiaðferðum við daglegt líf
  Leiðsagnarmat sem byggir á símati yfir allan námstímann. Nemendur skila fjölbreyttum verkefnum og taka skrifleg próf.