Markmið áfangans er áframhaldandi þróun hugmyndavinnu hvers nemanda og að hann staðsetji sig innan ljósmyndunar. Nemendur fá aðstoð við að þróa eigin vinnubók (portfolio). Greint verður hvar nemandinn er staddur í vinnuferlinu, hvað vantar upp á til að hann nái markmiðum sínum. Varpað er fram tillögum að lausnum sem geta falið í sér endurgerðir af eldri verkefnum, nýjar útfærslur á þeim eða ný verkefni. Í áfanganum leggur hver nemandi lokahönd á vinnubók sem endurspeglar áherslur og hæfni viðkomandi og nýtist til kynningar fyrir hann. Heldur hver nemandi kynningu á vinnubókinni fyrir kennara og samnemendur.
Jafnhliða vinnu við gerð vinnubókar er farið í ýmis hagnýt atrið er varða val á verkum, undirbúning sýninga, mismunandi framsetningar- og uppsetningarmöguleika og hvernig vinna má með sýningarrými.
Í lok annarinnar leggur nemandi fram greinargerð þar sem fram kemur val og afmörkun á lokaverkefni 3. annar. Eins stutt ágrip af efni og fyrirhuguðum efnistökum lokaritgerðar.
Kennsla í áfanganum fer mikið fram í hópvinnu og á einstaklingsfundum. Rýni er einn liður í námi áfangans og kallar umsjónarkennari til fleiri kennara til að taka þátt í rýninni. Kennari ráðleggur hverjum nemanda um lesefni sem hentar áherslum hans og verkefnum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
því hvernig best er að standa að því að byggja upp eigin vinnubók (portfolio) sem endurspeglar áherslur og hæfni
því hvert hann hyggst stefna með listsköpun sína
fyrirhuguðum efnistökum lokaritgerðar og lokaverkefnis
mikilvægi þess að beita hugmyndavinnu á fjölþættan hátt til skapandi vinnu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
velja og vinna efni fyrir vinnubók sína (portfolio)
beita ljósmyndamiðlinum á fjölþættan hátt til skapandi vinnu
útskýra áherslur sínar, uppsprettu hugmynda og vinnulag fyrir öðrum
beita aðferðum við hugmyndavinnu á persónulegan máta
velja leiðir við úrvinnslu hugmynda sem henta áherslum hvers verkefnis
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
velja áherslur lokaverkefnis og lokaritgerðar
vera fær um persónulega framsetningu á myndverkum
hafa tileinkað sér markvissar vinnuaðferðir við úrvinnslu eigin hugmynd
vera fær um að útskýra hugmyndir sínar og vinnulag