Markmið áfangans er að nemendur þjálfist í hagnýtum þáttum er lúta að sýningarhaldi og sýningarundirbúningi. Vinna nemendur með ýmsum hætti að undirbúning samsýningar nemenda í lok annar, útbúa hverskonar kynningarefni fyrir ólíka miðla, bæði myndefni og texta. Þeir afla efnis og fá aðstoð kennara og annars fagfólks við að velja, setja upp og birta. Nemendur þjálfast í gerð markaðsáætlana og vinna slíka áætlun fyrir lokaverkefni sitt. Einnig fá þeir margháttaða æfingu í því að tjá sig um verk sín, ætlanir og markmið, bæði munnlega og skriflega. Nokkrir kennarar skipta með sér kennslu í áfanganum og benda á námsefni sem hæfir hverjum nemanda og verkefnum hans.
Í lok áfangans hafa nemendur farið í gegnum ýmsa hagnýta þætti í undirbúningi samsýningar nemenda. Hafa tekið þátt í gerð kynningarefnis, lokið gerð raunhæfrar markaðsáætlunar vegna lokaverkefnis síns og kynnt hana.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
starfsumhverfi listamannsins og virkni listheimsins
hagnýtum þáttum er varða sjálfstæðan rekstur í skapandi greinum, s.s. gerð markaðsáætlana
helstu leiðum til að byggja upp feril sem listamaður
mikilvægi framsetningar kynningarefnis á samfélagsmiðlum eða vefsíðum
mikilvægi þess að geta tjáð sig um eigin verk og ætlanir
aðferðum til að setja fram skýra og markvissa verkáætlun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
sinna almennum hagnýtum þáttum er varða rekstur í skapandi greinum
vinna markaðsáætlun
velja, útbúa og setja fram efni til kynningar
byggja upp feril sinn sem sjálfstætt starfandi listamaður
tjá sig um verk sín, ætlanir og markmið, jafnt munnlega sem skriflega
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
starfa sjálfstætt að listsköpun
vinna markaðsáætlanir fyrir verkefni sín og sinna öðrum hagnýtum þáttum sem lúta að því að vera sjálfstætt starfandi listamaður
geta valið, útbúið og birt eigið kynningarefni á samfélagsmiðli eða miðlum
gera raunhæfar verkáætlanir
geta kynnt ætlanir sínar, hugmyndir og verk með ýmsum hætti