Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1518010160.22

    Sjálfstæð verkefnavinna
    SJST4SV17
    2
    Sjálfstæð verkefnavinna
    Sjálfstæð verkefnavinna, lokaverkefni
    Samþykkt af skóla
    4
    17
    Markmið áfangans er að hver nemandi vinni og skili fullbúnu verki eða verkum á samsýningu nemenda í lok annarinnar. Nemandinn velur sér leið og útfærslu verkefnisins innan ramma skapandi ljósmyndunar. Lokaverkefnið er sjálfstæð vinna nemenda undir handleiðslu leiðbeinanda og umsjónarkennara áfangans. Umsjónarkennari með áfanganum heldur utan um vinnuna, stýrir sameiginlegum vinnufundum með nemendum, veitir ráð og gerir tillögur að úrlausnum og útfærslum. Sýningarstjóri samsýningar nemenda í lok annar, vinnur með nemendum að framkvæmd sýningarundirbúnings og stýrir vinnu við uppsetningu verka. Í áfanganum fá nemendur margháttaða aðstoð við val á verkum, útfærslu þeirra og aðra hagnýta þætti sýningarundirbúnings. Einnig þjálfun í að fjalla um verk sín, merkingu þeirra og eigin hugmyndir.Mánuði fyrir annarlok kynna nemendur lokaverkefni sitt og verja fyrir rýninefnd skólans. Lokamat rýninefndar skólans á verkum nemenda fer fram fyrir sýningaropnun. Metur nefndin þá framlag nemenda á sýningunni og gefur einkunn og umsögn um verkin á henni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi sjálfstæðis í vinnubrögðum
    • mikilvægi þess að beita gagnrýnni nálgun á verkefni sín og úrlausnarleiðir
    • því vinnuferli sem fylgir sýningarundirbúningi og opnun sýningar
    • mikilvægi uppsetningarmáta verka á sýningu
    • ferlinu frá hugmynd að fullbúnu verki
    • faglegum vinnubrögð, geti sýnt persónuleg stílbrögð og unnið sjálfstætt að úrlausn verkefna
    • séu færir um framsetningu persónulegra myndverka
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna hugmynd að fullbúnu verki
    • vinna að sýningarundirbúningi og því samstarfi sem það felur í sér
    • starfa með sýningarstjóra að uppsetningu sýningar
    • setja með skýrum hætti fram hugmyndir sínar um verk og vinnulag
    • setja sér raunhæfan tímaramma fyrir verkefni
    • horfa með gagnrýnum augum á verkefni sín og úrlausnarleiðir
    • beita ljósmyndamiðlinum á fjölþættan hátt til skapandi vinnu
    • ástunda fagleg vinnubrögð
    • sýna fram á persónuleg stílbrögð og að nemandi sé fær um framsetningu persónulegra myndverka
    • vinna sjálfstætt að úrlausn verkefna
    • að vinna úr gagnrýni og endurgjöf á eigin verk
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita ljósmyndamiðlinum á fjölþættan hátt til skapandi vinnu
    • setja fram eða birta persónuleg myndverk
    • geta í skrifum og umræðu beitt greinandi aðferðum á verk sín og annarra og sett í mismunandi hugmyndafræðilegt samhengi
    • vera fær um að beita gagnrýnum vinnubrögðum í verkefnum sín og úrlausnarleiðum
    • beita faglegum vinnubrögðum
    • geta unnið sjálfstætt að úrlausn verkefna