Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1519054283.09

    Sköpun og siðferði
    FBRU1SS04
    16
    Framhaldsskólabrú
    Sköpun og siðferði
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Í áfanganum er lögð áhersla á sköpun, samræður, siðfræði og rökhugsun þar sem til umfjöllunar eru samfélagsleg málefni. Lögð er áhersla á sjálfstæða hugsun og eru nemendur hvattir til að horfa með gagnrýnum augum á námsefnið jafnt sem eigin skoðanir og viðhorf. Mikil áhersla verður lögð á umræður í tímum. Nemendum sýnt hvernig hægt er að nálgast ólík viðfangsefni á skapandi hátt. Í þessum áfanga reynir á sköpun þar sem nemendur fá að móta viðfangsefnin, miðla þeim, búa til eitthvað nýtt og fara út fyrir þægindarammann. Námið byggist á hugmyndafræði persónumenntar og því er ætlað að efla gagnrýna hugsun, sjálfsþekkingu, heilbrigðan lífsstíl, stærðfræði- og tungumálakunnáttu. Verkefnum er haldið til haga fyrir raunfærnimat á áframhaldandi námi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • rökræðum
    • gagnrýnni hugsun
    • undirstöðuatriðum röklegrar hugsunar
    • gagnrýnum samræðum
    • birtingarmynd sköpunar á ólíkan hátt
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita gagnrýnni hugsun í samræðum
    • meta eigin rök og annara
    • tjá sig röklega og hlusta á aðra
    • tengja siðfræði við eigin reynslu og veruleika
    • tjá sig á skapandi hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta beitt gagnrýnni hugsun
    • geta borið saman ólíkar skoðanir og rök
    • geta tileinkað sér nýja þekkingu
    • geta notað sköpun sér til gagns
    Leiðsagnarmat. Áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram.