Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1519140051.34

  Borgaravitund
  FBRU1BO03
  3
  Framhaldsskólabrú
  Borgaravitund, fjölmenning
  Samþykkt af skóla
  1
  3
  Í áfanganum er unnið að því að efla borgaravitund nemenda og fjallað um hvað felst í því að búa í fjölmenningarsamfélagi. Nemendum eru kynnt réttindi og skyldur þegna í lýðræðisþjóðfélagi og leiðir til áhrifa. Fjallað eru um ábyrgð einstaklinga, stöðu þeirra og hlutverk í samfélaginu og hvernig þeir geta haft áhrif. Nemendur kynna sér sjálfboðastörf og aktivisma sem tengist félagslegum og pólitískum þáttum. Námið byggist á hugmyndafræði persónumenntar og því er ætlað að efla gagnrýna hugsun, sjálfsþekkingu, heilbrigðan lífsstíl, stærðfræði- og tungumálakunnáttu. Verkefnum er haldið til haga fyrir raunfærnimat á áframhaldandi námi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hugtökunum borgaravitund og fjölmenning
  • réttindum og skyldum fólks í lýðræðissamfélagi
  • áhrifamætti einstaklinga í samfélaginu.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • að vera ábyrgur þegn í lýðræðissamfélagi
  • taka þátt í fjölmenningarsamfélagi
  • eiga í samskiptum við og virða mismunandi menningarhópa
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vera virkur þátttakandi í lýðræðislegu samfélagi
  • sýna virðingu og tillitssemi í samskiptum við annað fólk
  • geta átt í virkum samskiptum við mismunandi menningarhópa
  Leiðsagnarmat. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram.