Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1519140681.38

    Lokaverkefni á framhaldskólabrú
    FBRU1LV02
    13
    Framhaldsskólabrú
    Einstaklingsmiðað
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Nemendur vinna lokaverkefni sem tengist fjölbreyttum viðfangsefnum annarinnar. Nemendur sérhæfa sig á afmörkuðu sviði sem þeir vilja öðlast dýpri skilning á. Nemendur velja sjálfir efnistök og nálgun auk þess að gera áætlun um hvernig lokaafurðin verður. Nemendur fá tækifæri til að draga saman nám og reynslu í verkefninu, sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og auka skipulagshæfileika. Áfanganum er ætlað að gefa nemendum tækifæri til að sýna styrkleika sína og færni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Verkefnum er haldið til haga fyrir raunfærnimat á áframhaldandi námi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu atriðum tengdum viðfangsefni sínu
    • forsögu viðfangsefnis síns, áhrifum, afdrifum eða stöðu í nútímanum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leita sér áreiðanlegra heimilda og halda utan um gagnaöflun
    • byggja upp og ganga frá verkefni á viðeigandi hátt
    • nýta áhugasvið sitt og styrkleika
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera virkur þátttakandi í námi sínu
    • miðla viðfangsefni sínu á fjölbreyttan, skýran og hnitmiðaðan hátt
    Leiðsagnarmat. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram.