Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1519915054.21

    Mannvistarlandfræði
    LAND2MA05(BA)
    2
    landafræði
    Mannvistarlandfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    BA
    Rýnt er í mannvist og umhverfi með landfræðilegum gleraugum og í samhengi við LU (landupplýsingar). Nemendur læra um skipulagsmál á Íslandi, borgir og byggð, umhverfi og umhverfisskýrslur, íbúalýðræði og þætti sem hafa áhrif á ákvarðanatökur. Félagslandfræði, þ.m.t. félagsfræði þróunarlanda og lýðfræði, tilheyrir mannvistarlandfræði. Nemendur skoða t.d. áhrif nýlendustefnu Vesturlanda á misskiptingu auðs, mannfjöldaþróun heimsins og aðrar lýðfræðibreytur, s.s. meðalaldur, atvinnuleysi og fæðingartíðni og misskiptingu á tækifærum til menntunar. Landfræðilegar rannsóknir eru settar í samhengi við skilning mannsins á heiminum í dag í flestum fögum, s.s. stjórnmálafræði, umhverfisskipulagi o.fl. Landupplýsingakerfið (forritið) ArcGIS er notað allan áfangann og geta nemendur valið á milli þess að ná góðri færni í forritinu eða skila verkefnum á öðru formi. ArcGIS er æ meira notað sem lausn fyrir landupplýsingar og er einnig nýtt sem markaðstól til rannsókna og greininga, við skipulagsvinnu, kortagerð, staðsetningarval og leiðabestun. Það er æ meira notað í þrívíddarforritun, teiknimynda- og kvikmyndagerð. Ýmis fyrirtæki og stofnanir nýta sér lausnina, má þar nefna tryggingafélög, Vegagerðin, Landlæknisembættið, Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Náttúrufræðistofnun, orkufyrirtæki og fleiri. Nemendur fá ársaðgang að ArcGIS og öppum þess til þjálfunar í tölvum og snjalltækjum, s.s. ArcMap og ArcGIS Pro, Workforce, Data Collector, Survey123, StoryMAP, Community Analyst o.fl. Loks eru sýndir ýmsir möguleikar á því hvernig nota má ArcGIS með forritum Office 365. Góður grunnur fyrir nám í landfræði, umhverfisskipulagi, umhverfisfræðum, verkfræði, tölvunarfræði, forritun, viðskiptum, teiknimyndagerð, kvikmyndagerð o.fl. o.fl.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Tengingu landfræði við önnur fög, s.s. félagsfræði, verkfræði, skipulag, umhverfisstjórnun o.fl.
    • Merkingu landfræðilegu lykilhugtakanna dreifingar og tíðni
    • Landupplýsingum og landupplýsingakerfum
    • Ólíkum aðferðum fyrir landfræðilegar rannsóknir á öllu því sem tengist mannvist á yfirborði jarðar, s.s. félagsfræði, umhverfismálum, stjórnmálum, misskiptingu auðs
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nota hugtök landfræðinnar við verkefni tengd umhverfismálum, félagsfræði, skipulagsmálum, lýðfræði heimsins o.fl.
    • Velja réttar landupplýsingar miðað við tilefni
    • Velja viðeigandi öpp í ArcGIS eftir tilefni
    • Sjálfstæðum vinnubrögðum við leit á landfræðilegum upplýsingum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Geta bjargað sér í ArcGIS online
    • Gera einfaldar landfræðilegar rannsóknir, til dæmis á umhverfis- eða félagsfræðimálum heimsins, annað hvort út frá tölfræði eða með öppum ArcGIS
    • Vinna að rannsóknum bæði sjálfstætt og í samvinnu, draga eigin ályktanir og miðla niðurstöðum með ólíkum hætti, t.d. með öppum ArcGIS eða faglegum skýrslum
    • Nota nokkur öpp ArcGIS til eigin rannsókna, t.d. við val á staðsetningu, leiðabestun eða annað sem þarf til skynsamlegrar ákvarðanatöku eða landfræðilegra rannsókna
    Áfanginn er símatsáfangi með fjölbreyttu námsmati á fjölbreyttum verkefnum, þar á meðal leiðsagnarmat, sjálfsmat og félagamat.