Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1519979859.02

    Ræður og rökvísi
    RÆRÖ1RÆ02
    1
    Heimspeki
    ræðumennska
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Verklegur áfangi þar sem nemendur æfa sig í að setja fram mál sinn á skýran, markvissan og sannfærandi hátt. Leitað verður svara við spurningunni um hvað það sé að rökstyðja mál sitt. Fjallað verður um þekktar rökvillur og hvernig má forðast þær. Nemendur æfa sig í að flytja mál sitt með því að flytja stuttar ræður, taka upp stutt myndskeið og svara gagnrýni. Um leið fá nemendur innsýn í ýmsa þætti heimspekinnar.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • framsögn, rökfærslum og rökvillum
    • helstu einkennum samræðu og kappræðu
    • sínum eigin styrkleikum og veikleikum og framsögn og tjáningu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • flytja mál sitt á markvissan, skýran og sannfærandi hátt
    • greina rök og rökvillur
    • halda uppi röklegum samræðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • flytja mál sitt að áheyrendum/áhorfendum viðstöddum
    • búa til stutt myndskeið þar sem þeir útskýra mikilvæg málefni
    • taka þátt í umræðum um afmörkuð málefni
    Vikuleg verkefni af ýmsum toga 100% Engin próf.