Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1524668668.99

    Menningarmiðlun og sviðslistir
    FBRU1MA05
    14
    Framhaldsskólabrú
    kvikmyndafræði, leiklist, margmiðlun, tölvuleikjafræði
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á margmiðlun og sviðslistir. Nemendur kynna sér þá fjölbreyttu vinnu sem liggur að baki einni leiksýningu eða kvikmynd. Nemendum gefst tækifæri til að velja sér a.m.k. tvær leiðir til að skapa og miðla sínu eigin efni og öðlast þannig dýpri skilning á viðfangsefninu t.d. leiklist, myndasögur, kvikmyndir, teiknimyndir, hlutverkaleikir, hlutverkaspil, tölvuleikjafræði, dans, uppistand, tónlist. Námið byggist á hugmyndafræði persónumenntar og því er ætlað að efla gagnrýna hugsun, sjálfsþekkingu, heilbrigðan lífsstíl, stærðfræði- og tungumálakunnáttu. Verkefnum er haldið til haga fyrir raunfærnimat á áframhaldandi námi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttum störfum í leikhúsi
    • birtingarmynd sviðslista
    • gildi sviðslista og margmiðlunar í samfélaginu
    • mismunandi leiðum til miðlunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina þau fjölbreyttu störf sem liggja að baki uppsetningu leikverka
    • koma hugmyndum sínum á framfæri á skapandi hátt
    • nýta mismunandi miðla til sköpunar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir þeirri fjölbreyttu vinnu sem liggur að baki leiksýningar
    • greina styrkleika og veikleika mismunandi miðla
    • vera upplýstir neytendur margmiðlunarefnis og sviðsverka
    • miðla hugmyndum sínum á fjölbreyttan hátt
    Námsmat: Leiðsagnarmat. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram.