Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1524669063.14

  Tilraunir
  FBRU1TI03
  19
  Framhaldsskólabrú
  félagssálfræði, raunvísindi, tilraunir
  Samþykkt af skóla
  1
  3
  Í áfanganum er unnið með fjölbreyttar verklegar æfingar sem ýmist reyna á vísindaleg vinnubrögð eða þjálfa hagnýta verkkunnáttu. Markmiðið er að ýta undir forvitni nemenda og þjálfa þá í mismunandi vinnubrögðum. Einnig æfast nemendur í að setja fram eigin tilgátur í félags- og raunvísindum, prófa þær með tilraunum og vinna með niðurstöður. Námið byggist á hugmyndafræði persónumenntar og því er ætlað að efla gagnrýna hugsun, sjálfsþekkingu, heilbrigðan lífsstíl, stærðfræði- og tungumálakunnáttu. Verkefnum er haldið til haga fyrir raunfærnimat á áframhaldandi námi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • einföldum framkvæmdum sem tengjast mismunandi iðngreinum
  • tilgátuprófun í félagsvísindum
  • tilgátuprófun í raunvísindum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • framkvæma einföld verkefni í viðhaldi heimila
  • setja fram einfalda tilgátu og prófa hana
  • beita vísindalegum vinnubrögðum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • hafa betri skilning á fjölbreytileika iðngreina
  • geta ályktað um hugmyndir sínar með markvissum hætti
  • skilja mikilvægi vísindalegra vinnubragða
  Námsmat: Leiðsagnarmat. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram.