Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1526388707.12

  Landið mitt
  FBRU1LA03
  11
  Framhaldsskólabrú
  landfræði, Ísland
  Samþykkt af skóla
  1
  3
  Í áfanganum munu nemendur kynnast Íslandi frá hinum ýmsu hliðum. Umfjöllunarefni eru meðal annars íslensk hönnun, nýsköpun og afurðir. Auk þess verður fjallað um landfræði og lífshætti á mismunandi stöðum á landinu. Einnig verða helstu atvinnuvegir skoðaðir og hvernig Íslendingar nýta auðlindir sínar. Nemendur skoða hvernig Ísland er kynnt í öðrum löndum og leggja mat á þær upplýsingar sem gefnar eru og hvort þær eigi sér stoð í raunveruleikanum. Námið byggist á hugmyndafræði persónumenntar og því er ætlað að efla gagnrýna hugsun, sjálfsþekkingu, heilbrigðan lífsstíl, stærðfræði- og tungumálakunnáttu. Verkefnum er haldið til haga fyrir raunfærnimat á áframhaldandi námi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • atvinnuvegum og nýsköpun á Íslandi
  • framleiðslugreinum á Íslandi
  • landfræði Íslands
  • nýtingu auðlinda
  • ímynd Íslands út á viðnýtingu auðlinda
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • tjá sig um Ísland, atvinnuvegi þess og afurðir
  • ræða um auðlindir Íslands og nýtingu þeirra
  • leita sér upplýsinga og vinna úr þeim
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • leita sér upplýsinga um Ísland á öðru tungumáli en íslensku
  • leggja mat á upplýsingar
  • miðla upplýsingum
  Leiðsagnarmat. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram.