Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1526393028.53

    Vikulok - umræður
    FBRU1VI01
    23
    Framhaldsskólabrú
    umræður
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Þessi áfangi byggist á umræðum, bæði formlegum og óformlegum, þar sem nemendum gefst tækifæri til að koma með hugmyndir að umræðuefni. Nemendur þjálfast í að skiptast á skoðunum og upplýsingum, skoða sjónarmið sitt og annarra. Einnig þjálfast nemendur í að hlusta á aðra, bera virðingu fyrir hugmyndum annarra og spyrja spurninga. Námið byggist á hugmyndafræði persónumenntar og því er ætlað að efla gagnrýna hugsun, sjálfsþekkingu, heilbrigðan lífsstíl, stærðfræði- og tungumálakunnáttu. Verkefnum er haldið til haga fyrir raunfærnimat á áframhaldandi námi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • að öll mál hafa mismunandi sjónarhorn
    • mikilvægi þess að færa rök fyrir máli sínu
    • nauðsyn þess að kanna áreiðanleika upplýsinga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka þátt í umræðum
    • tjá skoðanir sínar
    • mynda sér skoðun eftir að hafa kynnt sér mismunandi sjónarhorn
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja sig í spor annarra
    • taka upplýsta ákvörðun
    • rökstyðja mál sitt
    Leiðsagnarmat. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram.