Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1526652808.24

    Jafnrétti og hamingja
    FBRU1JA03
    9
    Framhaldsskólabrú
    hamingja, jafnrétti
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Í áfanganum er fjallað um jafnrétti og hamingju í víðum skilningi. Kafað er ofan í fjölbreytt jafnréttismál á ýmsum sviðum, t.d. málefni kynjanna, jaðarsetningu hópa, stéttarmun og fordóma, og þau sett í samhengi við dægurmenningu. Notaðar eru aðferðir úr jákvæðri sálfræði til að vinna með hamingju, þakklæti, jákvæðni og fjallað um leiðir til að stuðla að hamingju, stjórna lífi sínu og tilfinningum. Lögð er áhersla á að nemendur læri að bera virðingu fyrir lífi sínu og annarra. Námið byggist á hugmyndafræði persónumenntar og því er ætlað að efla gagnrýna hugsun, sjálfsþekkingu, heilbrigðan lífsstíl, stærðfræði- og tungumálakunnáttu. Verkefnum er haldið til haga fyrir raunfærnimat á áframhaldandi námi.
    Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á: • • • • • • Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í að: • • • Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: • • •
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mannréttindamálum
    • að til séu mismununarbreytur og það geti verið samspil á milli þeirra
    • málefnum kynjanna og stöðu þeirra í nútíma samfélagi
    • tengslum hugtakanna jafnrétti og hamingja
    • mikilvægi þess að vinna að eigin hamingju
    • nýta aðferðir jákvæðrar sálfræði til að auka eigin hamingju
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota rökhugsun
    • greina ójafnrétti í þjóðfélagsumræðunni
    • nýta aðferðir jákvæðrar sálfræði til að auka eigin hamingju
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta tekið þátt í málefnalegri umræðu um jafnréttismál
    • útvega sér og meta upplýsingar um jafnréttismál
    • tileinka sér lífsstíl sem stuðlar að hamingju
    Leiðsagnarmat. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram.