Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1539775787.35

    Computer-aided Design (CAD)
    ECAD2ÞÞ05
    1
    Computer-aided Design
    Þrívíddarhönnun, þrívíddarprentun og þrívíddarskönnun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Hugmyndin er að kynnast möguleikum starfrænnar tækni, frjáls hugbúnaðar, þrívíddarsmiðju og að geta notað tækni 21. aldarinnar með starfrænum framleiðsluaðferðum. Farið er yfir grunnatriði í notkun á tölvustýrðum 3D skanna og 3D prentara. Kennt er á frí tvívíddar og þrívíddar teikniforrit sem henta fyrir hönnun og auka nýsköpun. Farið er yfir möguleika sem felast í notkun búnaðarins. Kennt hvernig á að teikna upp hluti, breyta, flytja á mismunandi skráarsnið, breyta stærð, lögun og litum á hlutum. Nemandinn öðlast færni til að virkja sköpunarkraft sinn og koma þeim krafti í framkvæmd.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Tvívíddar- og þrívíddarhönnun
    • Tvívíddar- og þrívíddarhönnunarhugbúnaði
    • 3D prentun
    • 3D skönnun
    • Skrásetja hönnunarferli
    • Hönnun og framleiðsluferli
    • Getu og takmörkunum tæknibúnaðar og efnis
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Setja upp hugbúnað
    • Nota stafrænan tæknibúnað
    • Skanna í 3D skanna
    • Prenta með 3D prentara
    • Skipuleggja og framkvæma eigin hugmyndir
    • Skilja mismunandi höfundar og hugmyndarétt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Geta sett upp hugbúnað fyrir stafræna hönnun
    • Nota 3D prentara og 3D skanna
    • Lesa og vinna eftir leiðbeiningum
    • Þróa hugmyndir sjálfstætt
    • Skrá, meta og rökstyðja eigin vinnu
    • Teikna, hanna og framleitt eigin afurð
    Áfanginn er símatsáfangi. Námsmat byggist upp á mati kennara, sjálfsmati nemenda og jafningjamati. Skrifleg umfjöllun og ferilskýrsla mun fylgja öllum verkefnaskilum. Við námsmat er horft til verklags, vandvirkni, frágangs, ígrundunar, rökstuðnings og þátttöku í kynningum á eigin verkum og annarra. Þá er í áfanganum unnið lokaverkefni sem metið er eftir frumleika, notkun grunnreglna, efnisvali og aðferðum.