Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1548767776.28

    Grunnáfangi í næringarfræði
    NÆRI1GR05
    8
    næringarfræði
    grunnáfangi í næringarfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er fjallað um hagnýta næringarfræði daglegs lífs þar sem nemendur rýna m.a. í hollustu, verð, máltíðaskipulag, merkingar matvæla og innihaldslýsingar, eldamennsku, upplýsingalæsi og ýmsar mýtur/tískubólur um mataræði. Farið er yfir grunnþekkingu á næringarefnunum og fjallað um almennar ráðleggingar um mataræði. Fjallað er um ýmis hagnýt ráð varðandi t.d. máltíðir og fæðuval og farið saman í búðarferðir. Einnig er fjallað um heilsu og holdafar, næringu og íþróttir sem og tengsl næringar við líkamlega og andlega heilsu. Nemendur fá þjálfun í að velja hollari valkostinn og að gera uppskriftir hollari. Í áfanganum rýna nemendur því í eigið mataræði og máltíðaskipulag með það fyrir augum að bæta fæðuvenjur sínar, lífsstíl og eigin heilsu í leiðinni
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallaratriðum næringarfræðinnar, einkum varðandi orkuefnin og helstu næringarefnin
    • ráðleggingum Embættis landlæknis um mataræði og næringarefni
    • orkubúskap líkamans og tengslum heilsu og holdafars
    • helstu ráðleggingum um næringu í tengslum við íþróttir/hreyfingu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • velja fæðu í samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis
    • lesa á matvælaumbúðir og meta upplýsingar á merkingum matvæla
    • velja hollari valkostinn þegar kemur að næringu og að gera uppskriftir hollari
    • skrá og fylgjast með mataræði sínu og setja sér raunhæf markmið þar að lútandi
    • framkvæma einfalda næringarútreikninga
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bæta mataræði sitt og huga þannig betur að eigin heilsu
    • meta þær upplýsingar um næringu og heilsu sem eru á markaðnum í dag á gagnrýninn hátt og afla sér áreiðanlegra upplýsinga
    • átta sig á gildi næringar fyrir almennt heilsufar og holdafar
    • mynda sér rökstuddar skoðanir á mikilvægi hollrar næringar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá