Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1551390915.78

    Íslenskar kvikmyndir
    ÍSLE3ÍK05
    76
    íslenska
    Íslenskar kvikmyndir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum eru íslenskar kvikmyndir af ýmsu tagi til umfjöllunar. Fjallað er um sögu kvikmyndagerðar á landinu og tengsl hennar við samfélag. Um leið og skoðað verður það samfélagsmynstur sem kemur fram í myndum sem horft verður á, greinum við þau gildi, hefðir og skoðanir sem lesa má út úr þeim. Íslensk menning er því til grundvallar því sem unnið er í sambandi við þær kvikmyndir sem verða sýndar í áfanganum. Lögð verður áhersla á ólílkar gerðir kvikmynda.
    ÍSLE2MG05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Nemandi skal þekkja til helstu kvikmynda í íslenskri kvikmyndasögu, íslenska kvikmyndaleikstjóra og einkenni þeirra og geti greint á milli ólíkra gerða kvikmynda.
    • Nemandi skal átta sig á byggingu kvikmynda og ýmsum öðrum greiningarþáttum, eins og til dæmis tónlist, lýsingu, myndatöku og klippingu.
    • Nemandi þarf að geta rökrætt um tengsl kvikmyndagerðar og samfélags.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nemandi geti tekið þátt í umræðu um kvikmyndir og fært rök fyrir máli sínu.
    • Nemandi þarf að geta komið þekkingu sinni á framfæri í ræðu og riti.
    • Nemandi þarf að geta greint tíðaranda í kvikmyndum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Nemandi þarf að geta greint kvikmyndir og helstu undirþætti.
    • Nemandi þarf að geta skilgreint og áttað sig á hvað felst í því að aðlaga skáldsögu að kvikmynd og átta sig á mismunandi tegundum aðlögunar.
    • Nemandi þarf að geta greint erindi kvikmyndarinnar við sinn samtíma.
    • Nemandi þarf að geta rætt á gagnrýninn hátt um þá samfélagsmynd sem fram kemur í kvikmynd.
    Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði hvers og eins. Nemendur taka virkan þátt í mótun áfangans og fjölbreytt verkefnavinna verður í boði. Áfanginn byggist á þátttöku og samvinnu alla önnina.