Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1583767579.22

    Hugmyndir og hönnun í nærsamfélagi
    MYNL1HH05
    15
    myndlist
    Hugmyndir og hönnun í nærsamfélagi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áhersla er lögð á að örva skapandi hugsun nemanda, auka tæknilega þjálfun og skilning á efnum og aðferðum Unnið er með aðferðir til að efla skapandi hugsun, leikni í þróun hugmynda og hæfni til að koma þeim á framfæri. Nemendur vinna verk í rými innan skólans mikil áhersla er á samvinnu þar sem nemendur bera virðingu fyrir hugmyndum sínum og annarra.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugstormun og hugarkortum
    • hugsunarferlinu frá hugmynd til listrænnar sköpunar
    • notkun óhefðbundinna efna og efnistaka við sköpun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með mismunandi leiðir til listsköpunar
    • skýra hugmyndir sínar á munnlegan, skriflegan og myndrænan hátt
    • vinna frá hugmynd til lokaafurðar
    • setja fram eigin hugmyndir á sjálfstæðan og hugmyndaríkan hátt
    • vinna með öðrum við gerð myndverka
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýnin hátt um listsköpun
    • byggja upp myndverk
    • þróa hugmyndir á opinn og skapandi hátt
    • nýta margvíslega möguleika við úrvinnslu og framkvæmd hugmyndvinna hugmyndavinnu með öðrum
    • vinna eigin hugmyndir á persónulegan hátt
    • útfæra myndverk með tilliti til formfræði og myndbyggingar
    • vinna með mismunandi leiðir til listsköpunar og hönnunar
    • sýna frumkvæði og skapandi nálgun í verkum sínum
    Leiðsagnarmat