Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1614940329.19

    Inngangur að nýköpun og frumvöðlamennt
    INFN1IN05
    1
    Inngangur að nýsköpun og frumkvöðlafræði
    Inngangur að nýsköpun og frumkvöðlamennt
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Markmið áfangans er að virkja skapandi hugsun og framtaksemi nemenda. Nemendum kynnast hugmyndafræði nýsköpunar og frumkvöðlamenntar sem og hinum ýmsu og fjölbreyttu verkfærum sem hægt er að nýta til þess að vinna með hugmyndir og koma þeim frá teikniborðinu yfir í raunveruleikann. Þarfagreining er mikilvægur þáttur í því að finna og vinna með nýjar hugmyndir - þ.e.a.s. finna þarfir og leita svo lausna við þeim. Áfanginn byggir á þverfaglegum grunni þar sem verklag, skráning og áætlunargerðir liggja til grundvallar öllu starfi. Nemendur vinna og þróa hugmynd frá þörf yfir í viðskiptaáætlunog þaðan yfir í afurð. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð sem og samvinnu í öllu starfi, einnig er áhersla lögð á að efla siðferðisvitund með tilliti til efnisnotkunar og höfundaréttar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gildi og mikilvægi gagnaöflunnar
    • eignar- og hugmyndarétti með tilliti til sköpunar
    • gildi skipulags í sköpunarferli
    • mikilvægi skipulagðra vinnubragða
    • hvernig er unnið með hugmyndir og þær þróaðar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla gagna
    • gera áætlanir
    • skrásetja og vinna með hugmyndir
    • geta kynnt og fjallað gagnrýnið um eigin hugverk sem og hugverk annara
    • greina þarfir
    • útfæra hugmyndir á margvíslegan máta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skapa viðskiptaáætlanir
    • vinna með huglægar sem og verklegar hugmyndir
    • vinna með framsetningu hugmynda og verkefna
    • skrásetja og fullvinna hugmyndir
    • vinna gagnrýnið með eigin hugmyndir sem og hugmyndir annara
    • vinna viðskiptaáætlanir
    • vinna að því að komast frá lausn til afurðar og frá afurð til viðskiptaáætlunar
    Allt námsmat er sí- og leiðsagnarmat.