Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1615297974.78

    Nýsköpun - lokaáfangi
    NÝSK3HN05
    5
    nýsköpun
    Nýsköpun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er dýpkuð þekking úr fyrri nýsköpunaráföngum þar sem unnið er út frá nýsköpunar-og frumkvöðlahugsun. Nemendur vinna að umfangsmiklu lokaverkefni sem spannar alla önnina. Nemendur vinna út frá aðferðafræði nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar. Lögð er mikil áhersla á hönnunar, mótunar og úrvinnsluferlið. Lögð er áhersla á að ítarlegar og uppbyggilegar umræður eigi sér stað um viðfangsefnin á öllum vinnslustigum. Nemendur rökstyðja niðurstöður verkefna með framsetningu sem við á hverju sinni og taka þátt í gagnrýnni umræðu um verk sín og annarra. Í lok annar verður opin sýning á lokaverkefnum nemenda þar sem þeim gefst kostur á því að markaðssetja og kynna hugverk sín.
    NÝSK2HH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • nýsköpun; uppbyggingu, aðferðum, hugtökum og sögu
    • faglegri kunnáttu í faginu og geti miðlað þekkingu sinni á fjölbreytilegan hátt svo sem munnlega,skriflega, verklega og/eða með nýmiðlum
    • nýsköpun og geta sett hana í samfélagslegt og alþjóðlegt samhengi með umræðum, lestri, hlustun, áhorfi, greiningu og samanburði
    • samfélagslegu og menningarlegu gildi nýsköpunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • velja réttar aðferðir til að útfæra hugmyndir sínar hvað varðar, tækni, verklag og skapandi aðferðir sem endurspegla hugmyndavinnu tengda nýsköpun og inntaki verkefna
    • skipuleggja verkferlið með ábyrgum og sjálfstæðum hætti
    • sýna frumkvæði og vera skapandi í mótun hugmynda sinna
    • tjá sig á skýran, ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt um eigin hugmyndir, verkferli og niðurstöður
    • taka þátt í samvinnu með sameiginlegt markmið hópsins að leiðarljósi
    • beita af öryggi mismunandi miðlunarleiðum og geta valið viðeigandi leið með tillit til verkefna og aðstæðna hverju sinni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita þeirri sérhæfðu verkkunnáttu sem hann hefur áunnið sér í áfanganum
    • þróa hugmyndir og sýna áræðni við útfærslu þeirra og túlkun
    • vinna verk af innsæi, tilfinningu og með greinandi vinnuferli
    • gera sér grein fyrir fagurfræðilegu, siðferðilegu og samfélagslegu hlutverki frumkvöðla
    • getað fjallað um nýsköpun/hönnun og sköpun/túlkun út frá menningarlegu og listasögulegu samhengi
    • vera fær um að greina og meta eigin verk og annarra af þekkingu og víðsýni
    • gera sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð nýsköpunar og frumkvöðla
    Námsmat fer fram með leiðsagnarmati.