Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1634631570.86

    Alpaferð I
    ALPA3GR04
    1
    Alpaferðir
    fjallamennska, fjöll, hájöklar, línuvinna
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    Grunnþjálfun í alpaferðum sem fer fram í fjölbreyttu fjallalandslagi. Farið verður yfir helstu atriði alpaferða svo sem leiðarval, gerð leiðarkorta, rötun, snjóflóð, sprungubjörgun, uppsetningu á línu til göngu, gerð neyðarskýla, fjarskipti og hópstjórn.
    AIMJ2GR03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • skipulagi og búnaði fjalla- og tjaldferða að vetrarlagi
    • kortalestri, áttavita, GPS, rötun og leiðarvali í fjalllendi á jökulhettum
    • gerð leiðarkorta
    • aðhlynningu í lengri ferðum
    • jökulhettum og ferðalögum á þeim
    • nauðsynlegum öryggisbúnaði í snæviþöktu umhverfi og jökulhettum
    • sprungubjörgun á jökulhettum og uppsetningu línu til göngu
    • gerð neyðarskýla
    • fjarskiptum
    • mikilvægi þess að ganga vel um landið
    • mismunandi aðstæðum í óbyggðum og fjalllendi og viðbrögðum við þeim
    • mikilvægi hópstjórnunar
    • hagnýtri veðurfræði og náttúrufræði
    • grunnhugtökum snjóflóðafræða og búnaði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • rata með hjálp áttavita og GPS
    • meta aðstæður í íslenskri náttúru og veðurútlit að vetri til
    • huga vel að sjálfum sér og öðrum í lengri vetrarferðum
    • finna tengiliði við skipulag og undirbúning ferða
    • skipuleggja alpaferðir og nota viðeigandi búnað sem þarf í slíkar ferðir
    • leiðarval í fjalllendi að vetri til, meta áhættu og stýra þeirri hættu
    • nota hina heilögu snjóflóðaþrenningu
    • meta snjóflóðaaðstæður byggðar á upplýsingasöfnun
    • framkvæma sprungubjörgun á jökulhettum
    • gera neyðarskýli og búa til skjól
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • rata af öryggi með hjálp áttavita og GPS í vetrarferðum
    • geta tekið ákvarðanir miðað við eigið líkamsástand, staðhætti og aðstæður
    • geta valið og farið í vetrarferðir við hæfi og nýtt þann búnað sem þarf
    • útbúa raunhæfa ferðaáætlun fyrir vetrarferðir
    • taka ákvarðanir í samráði við hóp ferðafélaga
    • hagnýta sér það sem sjá má af veðurútliti
    • ferðast af öryggi á jökulhettum og í snæviþöktu umhverfi að vetri til
    • meta snjóflóðaaðstæður, taka viðeigandi ákvarðanir og nota snjóflóðabúnað ef þarf
    • miðla fróðleik um náttúru landsins sem fyrir augu ber á ferðalagi
    • leggja mat á hættur og stýra mögulegum áhættuþáttum
    • framkvæma sprungubjörgun af öryggi
    Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.