Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1634718734.44

    Fjallahjól - grunnur
    HJÓL2GR02
    1
    Fjallahjól
    Fjallahjól, fjallahjólabúnaður, fjallahjólatækni, viðgerðir
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    Námið er vettvangsnám þar sem farið er í ferðir úti í náttúrunni þar sem tekist er á við raunaðstæður. Megináherslan er fjallahjól. Farið er í grunnhugtök fjallahjólamennskunnar og hjólatækni. Nemandi þjálfast í að undirbúa og takast á við krefjandi aðstæður á fjallahjóli með tilliti til öryggis og meta aðstæður m.a. út frá veðurskilyrðum og umhverfi. Lögð er áhersla á að nemandi verði sjálfstæður og þjálfist í að taka skynsamlegar ákvarðanir varðandi öruggt leiðarval og öðlist yfirsýn og þekkingu á þeim búnaði sem þarf í fjallahjólaferðum. Nemandi fær innsýn í fjallahjólabúnað og helstu viðgerðir og viðhald í óbyggðum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • notkun sérhæfðs búnaðar til fjallahjólamennsku
    • nauðsynlegum öryggis- og fjallahjólabúnaði
    • eigin styrkleikum og takmörkunum
    • mismunandi aðstæðum í fjalllendi á fjallahjóli
    • fjallahjólatækni
    • mismunandi fjallahjólabúnaði og fjallahjólatækni
    • mikilvægi hópstjórnunar
    • hagnýtri veðurfræði og náttúrufræði
    • skipulagi fjallahjólaferða og þeim útbúnaði sem þarf til þeirra
    • rötun og leiðarvali í fjalllendi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meta veðurútlit og umhverfi með tilliti til fjallahjólaferða
    • þekkja til mismunandi fjallahjólabúnaðar og hjóla í mismunandi aðstæðum
    • finna heppilegt samstarfsfólk og tengiliði við skipulag og undirbúning ferða
    • rata og velja leiðir í fjalllendi, meta áhættu og stýra þeirri hættu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • ferðast af öryggi á fjallahjóli í mismunandi umhverfi
    • geta tekið ákvarðanir miðað við eigið líkamsástand, staðhætti og aðstæður
    • velja fjallahjólabúnað við hæfi út frá getu og áætlaðri notkun
    • nota viðeigandi öryggis- og viðgerðabúnað í fjallahjólaferðum
    • útbúa raunhæfa ferðaáætlun fyrir styttri fjallahjólaferðir
    • taka ákvarðanir í samráði við hóp ferðafélaga
    • nýta sér það sem sjá má af veðurspám og útliti
    • miðla fróðleik um náttúru landsins sem fyrir augu ber á ferðalagi meta aðstæður á raunhæfan hátt
    • leggja mat á hættur og stýra mögulegum áhættuþáttum
    • meta aðstæður á raunhæfan hátt
    Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.