Í áfanganum fá nemendur tækifæri til að kynna sér verk Þórbergs Þórðarsonar. Áfanginn er kenndur í fjarnámi með tveimur stuttum staðlotum. Tvö mikilvæg bókmenntaverk Þórbergs eru brotin til mergjar. Lögð er áhersla á nákvæman lestur, textagreiningu, innlifun og skapandi verkefnavinnu. Verkefni eru unnin í tengslum við lesturinn, t.a.m. í formi hlaðvarps, lestrardagbókar og umræðna á spjallþræði. Nemendur vinna hópverkefni í staðlotu á Hala og/eða Reykjavík en Hali í Suðursveit verður heimsóttur og gengið um slóðir Þórbergs í Reykjavík. Gert er ráð fyrir helgarlotu að Hala og göngu um Reykjavík þar sem m.a. verða umræður á kaffihúsi um líf og verk skáldsins.
Að hafa lokið áfanga í íslensku á framhaldsskólastigi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á helstu einkennum verka Þórbergs Þórðarsonar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu á þeim menningarlega og pólitíska jarðvegi sem verk Þórbergs eru sprottin úr.
Nemandi þarf að geta tengt verk Þórbergs við helstu stefnur í íslenskum bókmenntum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nemandi skal geta miðlað þekkingu sinni á verkunum sem lesin verða.
Nemandi þarf að sýna færni í að greina verkin og geta rætt verk þau og notað til þess grunnhugtök bókmenntafræðinnar.
Nemandi þarf að geta unnið úr lestrarreynslu sinni og tengt verk Þórbergs við sinn reynsluheim.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Nemandi á að geta tekið þátt í umræðu um verkin sem hann les.
Nemandi á að fá tækifæri til að þroskast í gegnum lestrarupplifun sína á verkum Þórbergs.
Lesskilningur nemanda skal hafa eflst svo það nýtist honum til enn frekari lestrar og úrvinnslu á bókmenntum.
Nemandi á að fá innsýn í mannlíf á ólíkum tímum, bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík, með því að rýna í verk og ævi Þórbergs.
Símat er í áfanganum. Mælst er til að nemendur mæti í staðlotur. Mælst er til virkrar þátttöku í áfanganum en verkefni geta verið jafnt munnleg sem skrifleg.