Það kom upp villa senda inn  námsþáttur

    námsþáttur


    Búið til: 1540911971.56

    Samskipti, miðlun og gagnvirkni
    F-VELF2SA
    1
    Velferðartækni
    Samskipti, aðlögunarhæfni, menningarlæsi, siðfræði, trúnaður, viðhorf
    Samþykkt af fræðsluaðila
    2
    12
    Tilgangur námsþáttarins er að efla sjálfstraust námsmanna og auka færni þeirra í árangursríkum og heiðarlegum samskiptum. Með áherslu á valdeflingu og muninn á styðjandi og stýrandi miðlun. Námsmenn geri sér grein fyrir mikilvægi siðfræðilegra gilda, trúnaðar og persónuverndar. Taki ábyrgð á eigin viðhorfum og fordómum og öðlist hæfni til að aðlagast mismunandi þörfum og kröfum samfélagsins. Læra að greina þarfir með hliðsjón af velferðarlausnum, hafa innsýn í breytingar og þróun svo hægt sé að endurmeta stöðu einstaklinga hverju sinni ásamt því hvernig hægt er að tileinka sér ný vinnubrögð eða breyta þeim.
    námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu áhrifaþáttum í mannlegum samskiptum
    • Mikilvægi notendastýrðar og einstaklingsbundinnar nálgunar
    • Aðferðum sem stuðla að árangursríkum samskiptum
    • Innleiðingu breytinga og breytingarstjórnun
    • Eigin styrkleikum og veikleikum
    • Grundvallarreglum um persónuvernd og trúnað
    • Reglum um meðferð persónuupplýsinga
    • Almennum siðareglum og gildum í velferðarþjónustu
    • Undirstöðuatriðum tjáskipta og hvernig hægt er að forðast misskilning
    • Fjölbreytileika mannlífs og eigin fordómum
    námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
    • Fylgja reglum um meðferð persónuupplýsinga
    • Greina á milli trúnaðarupplýsinga og annarra upplýsinga
    • Tjá sig heiðarlega, með virðingu og nærgætni
    • Bregðast við málum af ábyrgð og sjálfsöryggi
    • Hlusta á fordómalausan hátt
    • Að „aflæra“ gamla vana og tileinka sér ný vinnubrögð
    námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Greina á milli hvaða upplýsingar er viðeigandi að veita og hverjar ekki
    • Vera sjálfum sér samkvæmur, sýna frumkvæði og eiga opin og heiðarleg samskipti við aðra
    • Vinna með öðrum og deila gagnlegum upplýsingum
    • Virða skoðanir annarra og taka tillit til þeirra í eigin tjáskiptum
    • Sýna umburðarlyndi
    • Aðlaga framkomu sína að ólíkum einstaklingum og hópum við mismunandi aðstæður
    • Taka mið af siðferðilegum gildum eins og sjálfsákvörðunarrétt notanda s.s. upplýstu samþykki, gagnsæi og gagnsemi við val á velferðartæknilausnum