Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Sjálfbærni og sköpunarbraut (Staðfestingarnúmer 472) 20-472-4-11 viðbótarnám við framhaldsskóla hæfniþrep 4
Lýsing: Námið gefur nemendum tækifæri til að vinna með auðlindir og hráefni út frá hugmyndafræði sjálfbærni og siðfræði náttúrunýtingar. Nemendur öðlast sterka fræðilega undirstöðu í hugmyndafræði sjálfbærni. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist innsýn í allt ferli hráefnis, hringrásina frá uppruna til endurvinnslu eða eyðingar. Kenndar eru viðurkenndar aðferðir í meðhöndlun hráefna en lögð áhersla á að kynna nýsköpun og efla skapandi og gagnrýna hugsun. Að loknu námi geta nemendur nýtt margskonar hráefni á fjölbreyttan og viðeigandi hátt með ólíkum aðferðum í mismunandi aðstæðum og miðlað þeim aðferðum. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun á viðfangsefnið, þar sem sýn og aðferðir úr ólíkum greinum eru samþætt. Rík áhersla er lögð á sjálfstæði nemenda og verkefnavinna með virkri þátttöku er megin þátturinn í náminu. Nemendur tengja saman fræði og framkvæmd um leið og þeir dýpka fagþekkingu sína sem leiðir til þróunar nýrra aðferða. Þeir eru hvattir til að nálgast viðfangsefni sín í stærra samhengi; samfélagslegu og hnattrænu. Áhersla er á að hvetja og efla kjark nemenda til frekari rannsókna og tilrauna með viðfangsefnin. Meginmarkmið námsins er að mennta nýja kynslóð fagfólks sem getur unnið þvert á fræði og faggreinar, hefur haldgóða þekkingu og færni á sviði sjálfbærni og sköpunar með áherslu á nýtingarmöguleika auðlinda. Að loknu námi getur nemandi t.d. sótt um að ljúka BA/BS gráðu við háskóla og er þá undir viðkomandi háskóla komið hvort og þá að hve miklu leyti námið er metið til háskólaeininga m.a. á sviði matar- og næringarfræði, textílfræði, hönnunar, menntavísinda, ferðaþjónustu, sjálfbærni og skapandi greina. Einnig búa nemendur yfir hæfni til frumkvöðlastarfs, geta framleitt eigin hönnun, stofnað fyrirtæki eða veitt ráðgjöf um sjálfbærar og skapandi leiðir til framtíðar.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri við upphaf náms. Umsækjandi skal hafa lokið stúdentsprófi, iðnprófi eða sambærilegu námi til að innritast á brautina. Óska þarf sérstaklega eftir undanþágu frá þessum skilyrðum. Það á meðal annars við um erlenda umsækjendur, umsækjendur sem hafa lokið framhaldsskólanámi erlendis, umsækjendur sem ekki hafa útskrifast af þriðja þrepi eða eru með langa starfsreynslu án formlegrar menntunar. Að auki þurfa nemendur að búa yfir almennri tölvufærni og þekkingu á upplýsingatækni. Nemendur skulu hafa náð 3. hæfniþrepi í ensku eða leggja fram staðfestingu á enskukunnáttu (Toefl eða CEFR). Nemendur skulu að lágmarki hafa lokið einum áfanga í stærðfræði á 2. hæfniþrepi. Nemendur skulu hafa lokið að minnsta kosti einum áfanga í náttúruvísindum, s.s. efnafræði, næringarfræði, líffræði, eðlisfræði, umhverfisfræði.
Skipulag: Nám á brautinni er 60 einingar, þar sem nemandi tileinkar sér hæfni á fjórða þrepi. Námið er skipulagt út frá vinnustofum, umræðum og lokaverkefni nemenda. Vinnustofur byggjast á kennslu sérfræðinga á fræðilegu eða verklegu samhengi viðfangsefna. Samræður er vettvangur fyrir faglegar umræður milli nemenda og kennara. Lokaverkefni er hugmyndavinna og afurð nemenda. Hugmyndafræði sjálfbærni er undirbyggð í fræðilegu og sögulegu samhengi. Viðfangsefnin eru sett í stærra samhengi, skoðuð í ljósi sögunnar og þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað. Nemendur fá innsýn í ferli hráefna og læra viðurkenndar aðferðir við meðferð þeirra. Nemendur eru hvattir til að efla skapandi og gagnrýna hugsun og kynnast nýsköpun í meðhöndlun afurða. Við val á hráefni og vinnslu læra nemendur að hafa í huga vistkerfið og vistspor mannsins í heiminum, auk siðfræði náttúrunytja. Nemendur þurfa að vera sjálfstæðir, leitandi og forvitnir hafa hugrekki og þor til að fylgja sköpunarferlinu og nýjum hugmyndum. Þeir þurfa að hafa hæfni til að nýta sér endurgjöf, ráðgjöf og dýnamíkina í skólastarfinu til að efla sig sem fagmenn og einstaklinga.
Námsmat Umgjörð námsmats er útfærð í skólanámskrá en nánar er kveðið á um námsmat í kennsluáætlun hverju sinni.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Þar sem sjálfstæði nemenda og virk þátttaka nemenda er undirstaða í námsframvindunni er lagt mat á stöðuna reglulega samkvæmt nánari lýsingu í kennsluáætlun.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • Þekkja kenningar, aðferðir og hugtök um sjálfbærni; geta beitt þeim, miðlað og þróað áfram.
  • Starfa í skapandi greinum og nýsköpun.
  • Búa yfir skilningi á sérhæfðri, faglegri hugmyndafræði sjálfbærni og þeim hugtökum sem liggja til grundvallar sjálfbærni til framtíðar.
  • Nota upplýsingatækni til að greina, meta og miðla efni sem tengist sérhæfingu hans.
  • Taka gagnrýna afstöðu til upplýsinga og aðferða.
  • Meta og miðla gagnrýnni sýn á eigin verk og verk annarra.
  • Taka þátt í gagnrýnum umræðum um sjálfbærni og nýsköpun.
  • Taka ákvarðanir og rökstyðja þær á faglegum grunni.
  • Vinna sjálfstætt og skipulega að viðfangsefnum í sjálfbærni og nýsköpun á sérhæfðan og faglegan hátt.
  • Leggja sjálfstætt mat á á þær hugmyndir sem unnið er með.
  • Beita, þróa og miðla leitandi og fjölbreyttum vinnubrögðum og áræðni í úrlausnum.
  • Nýta sér tækni og búnað sem þjónar sjálfbærum og skapandi lausnum í verkefnum framtíðar.
  • Vinna sjálfstætt og skipulega, setja sér markmið, velja aðferðir við hæfi, gera verk-/starfsáætlun og fylgja henni.
  • Túlka og kynna viðfangsefni sín og niðurstöður með skýrum hætti í rituðu og mæltu máli.
  • Miðla hugmyndum sínum í eigin verkum.
  • Miðla færni sinni, hugmyndum sínum og kunnáttu til margs konar hópa og við ólíkar aðstæður.
  • Rækta ímyndunarafl sitt til sjálfstæðrar sköpunar og/eða óhefðbundinnar nálgunar og nýta sér það í verkum sínum.
  • Þróa sjálfstæð vinnubrögð fyrir frekara nám í sinni grein.
  • Taka sjálfstæðan og virkan þátt í samstarfi og leitt verkhópa.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

60  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Brautarkjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Jafnrétti:
  • Jafnréttissjónarmið eru höfð að leiðarljósi í öllu skólastarfi. Nemendur skulu njóta jafnréttis óháð kyni, uppruna, stöðu eða annars sem einkennir þá.
Námshæfni:
  • Námið byggir á sjálfstæði og þátttöku nemenda og þeir eru hvattir til að efla bæði skapandi hugsun og fræðilega undirstöðu í þeim viðfangsefnum sem þeir fást við. Nemendur bera mikla ábyrgð á að skipuleggja eigin vinnu og eru gerðar til þeirra ákveðnar kröfur um samráð og samvinnu við kennara og samnemendur.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • Skapandi hugsun er kjarni í náminu þar sem byggt er á fræðilegri og hagnýtri þekkingu. Nemendur eru hvattir til að leita nýrra og skapandi leiða til að fást við viðfangsefnin.
Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • Í náminu er lögð áhersla á upplýsingalæsi og hagnýtingu og miðlun upplýsinga. Bæði er um að ræða almennar upplýsingar og sértækar fagtengdar upplýsingar. Nemendur vinna með gögn og tölur bæði í fræðilegu samhengi og framkvæmd.
Menntun til sjálfbærni:
  • Sjálfbærni er lykilhugtak í starfsemi skólans og grunnurinn að þeirri hugmyndafræði sem gengið er út frá. Nemendur leggja áherslu á sjálfbærni frá öllum hliðum í verkefnavinnu sinni og þar er sérstök áhersla á nýtingu hráefna.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Nemendur þurfa að búa yfir hæfni í erlendum tungumálum til að geta aflað sér þekkingar á ýmsum sviðum.
Heilbrigði:
  • Nemendur bera ábyrgð á eigin heilbrigði. Skólinn leggur áherslu á heilbrigðan lífsstíl og að auka vitund um gildi hreyfingar, næringar og umhvefislegra þátta fyrir heilsu og vellíðan.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Nemendur þurfa að geta komið hugmyndum sínum og upplýsingum sem þeir hafa aflað sér á framfæri á skýran hátt. Nemendur vinna með tungumálið bæði í fræðilegu samhengi og framkvæmd, það er að skilja og tileinka sér flókin hugtök og útfæra þau í eigin verkefnum.
Lýðræði og mannréttindi:
  • Virk þátttaka nemenda er lykilþáttur í skólastarfinu. Viðhorf þeirra og sýn eru mikilvæg innlegg í allt skólastarfið. Í skólanum er lögð áhersla á opin samskipti og borin er virðing fyrir ólíkum viðhorfum og skoðunum einstaklinga og ætlast til þess að nemendur beri virðingu fyrir hvert öðru og veiti hugmyndum hvers annars svigrúm.