Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Hestabraut (Staðfestingarnúmer 231) 17-231-3-6 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Námsbrautin er þriggja ára námsbraut í hestamennsku sem miðar að því að undirbúa nemendur fyrir áframhaldandi nám í hestamennsku á háskólastigi. Markmið námsins er að veita góða undirstöðu í kjarnagreinum jafnframt því að gefa nemendum tækifæri til að stunda nám í hestamennsku sem byggt er á svokölluðu knapamerkjakerfi. Náminu lýkur með stúdentsprófi. Meðalnámstími 6 annir auk 12 vikna starfsþjálfunar (tvö sumur).

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskólaprófi. Til að hefja nám á öðru þrepi þarf nemandinn að hafa fengið einkunnina B eða hærra í viðkomandi grein úr grunnskóla eða hafa lokið viðeigandi áfanga á fyrsta þrepi. Nemandinn sé í viðunandi líkamlegu formi og geti stigið á og af baki.
Skipulag: Hestabraut, með námslok á 3. þrepi og stúdentspróf, er byggð upp á 95 eininga kjarna. Í brautarkjarna eru 102 ein, þar af 20 eru einingar í starfsnámi sem fram fer að sumri til, að loknum undirbúningsnámskeiðum. Í bundnu pakkavali eru 15 ein.
Námsmat Námsmat er fjölbreytt og felst meðal annars í ritgerðum, verkefnum, prófum (verklegum sem og bóklegum), jafningjamati og sjálfsmati. Almennt námsmat byggir á einkunnagjöf á bilinu 1-10. Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun kennara. Matið er ýmist samsett úr símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara hverrar faggreinar. Í upphafi hvers skólaárs skal nemendum kynnt kennsluáætlun og námsmarkmið svo og tilhögun námsmats hvers áfanga.
Starfsnám: Til að brautskrást af hestabraut þurfa allir nemendur að taka starfsnám á viðurkenndum verknámsstað. Nemendur taka tvær starfsnámslotur sem fara fram að sumri að loknum undirbúningsáfanga. Sú fyrri að lokinni annarri önn og sú seinni að lokinni þeirri fjórðu. Í bæði fyrra og seinna starfsnáminu fer fram kynning og verkleg þjálfun í ýmsum störfum í hestamennsku. Meginmarkmiðið er að nemandinn fái að aðstoða við og framkvæma helstu verk sem unnin eru varðandi hrossahald starfsnámsstaðarins og auki þar með þekkingu sína, verkfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Þá fái hann innsýn í stjórn og rekstur tamningastöðvar/hrossabús/hestatengds ferðaþjónustufyrirtækis svo og þjálfun í mannlegum samskiptum. Í seinna starfsnáminu er gerð krafa um að nemendur fái að aðstoða fagaðila við markvissa þjálfun hrossa.
Reglur um námsframvindu: Hestabraut lýkur með stúdentsprofi að loknu 212 eininga námi á 3. þrepi. Lágmarkseinkunn er 5,0 í öllum áföngum. Gerð er krafa um að nemendur ljúki a.m.k. 30 einingum á önn. Meðalnámstími er 6 annir í skóla. Ef nemandi ætlar að ljúka brautinni á 6 önnum í skóla þarf hann að ljúka 32 einingum á hverri önn. Þetta miðast við að 20 einingum sé lokið í starfsnámi að sumri.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • takast á við fjölbreytt störf tengd hestamennsku.
 • hafa færni til að sinna grunnþáttum er lúta að hirðingu og aðbúnaði hesta.
 • hafa færni í eigin reiðmennsku, geta riðið allar gangtegundir íslenska hestsins á viðeigandi hátt.
 • þekkja helstu aðferðir við þjálfun hrossa og geta aðstoðað við faglega þjálfun hests.
 • geta metið heilsufarslegt ástand hrossa og vita hvenær þarf að leita aðstoðar til úrlausnar vandamála.
 • miðla upplýsingum bæði skriflega og munnlega á skýran og skilmerkilegan hátt um hestamennsku.
 • geta aflað upplýsinga og þekkingar á skipulagðan og gagnrýninn hátt jafnt einn sem og í samvinnu við aðra.
 • taka þátt í rökræðum um hestamennsku þar sem hann getur tjáð skoðanir sínar rökstutt þær og hlustað á skoðanir annarra.
 • meta eigin styrkleika og veikleika.
 • bera ábyrgð á sjálfum sér og eigin námi.
 • skilja og geta tjáð sig á íslensku jafnt sem erlendum tungumálum
 • gera sér grein fyrir mikilvægi umhverfisins og skynsamlegri nýtingu og verndun þess.
 • sýna frumkvæði og beita sköpun við lausn flókinna verkefna.
 • vera meðvitaður um öryggisatriði fagsins og geta miðlað almennum reglum um öryggismál.
 • geta aðstoðað við kennslu hjá börnum og/eða minna vönum.
 • geta farið með leikmenn og byrjendur í styttri reiðtúra og haldið utan um smærri hópa á hestbaki.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

212  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Brautarkjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Þriðja mál - spænska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Þriðja mál - þýska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • Nemendur öðlast fjármálalæsi í lífsleikni- og stærðfræðiáföngum brautarinnar.
 • Í lífsleikni og félagsvísindum þjálfast nemendur í að greina margskonar upplýsingar og vinna úr þeim.
 • Í lokaverkefni reynir á að nemendur séu læsir á upplýsingar frá ólíkum miðlum, geti nýtt sér margvíslega tækni í upplýsingaleit, geti aflað gagna, flokkað þau og nýtt sér upplýsingarnar á gagnrýninn hátt.
Námshæfni:
 • Í skólanum er markvisst unnið að því að efla sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum. Þeir læra að meta eigin vinnubrögð og annarra t.d. með sjálfsmati og jafningjamati. Nemendur eru þjálfaðir í að setja sér raunhæf markmið í námi og vinna að þeim. Kennslu- og námsaðferðir eru fjölbreyttar og reyna á ýmsa hæfni. Unnið er sérstaklega með styrkleika nemenda og hvernig megi efla þá. Eftir því sem lengra líður á námið eru gerðar meiri kröfur um að þekking og fyrri reynsla, bæði í viðkomandi grein og öðrum, sé nýtt við lausn nýrra viðfangsefna.
 • Í öllum áföngum þurfa nemendur að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og takast á við áskoranir í námi. Þeir þurfa stöðugt að meta eigið vinnuframlag og læra þannig að þekkja styrkleika sína og veikleika og setja sér raunhæf markmið.
 • Í lífsleikni er sérstök áhersla á að nemendur átti sig á námskröfum skólans og geri sér grein fyrir kröfum skólastigsins. Nemendur eru aðstoðaðir við að átta sig á eigin vinnulagi, styrkleikum og veikleikum í námi og hvernig bæta megi árangur út frá styrkleikum hvers og eins. Lagt er upp úr því að veita nemendum innsýn í mismunandi námsaðferðir. Nemendur öðlast smám saman reynslu, þekkingu og skilning sem á að nýtast þeim til að efla styrkleika sína í námi og nota námstækni við hæfi í áframhaldandi námi.
 • Í lokaverkefni velja nemendur sér viðfangsefni og skipuleggja í samráði við leiðbeinanda. Hægt er að útfæra verkefnin á ýmsan hátt, s.s. í formi ritgerðar, vefsíðu, heimildamyndar, sýningar, tímaritsgreinar, bókagerðar, portfolio, útvarpsþáttar eða rannsóknarskýrslu. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð. Nemendur þurfa að geta lagt mat á eigið vinnuframlag og þróað verkefni sín samkvæmt endurgjöf leiðbeinanda.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • Í öllum námsgreinum reynir á frumkvæði og skapandi hugsun. Nemendur þurfa að hagnýta þekkingu sína með alls kyns verkefnavinnu og kynningu á henni.
 • Í lokaverkefni reynir verulega á hagnýtingu þekkingar og skapandi hugsun nemenda.
 • Margir aðrir þættir í skólastarfinu falla undir skapandi starf, s.s. þátttaka í félagslífi skólans.
Jafnrétti:
 • Í skólastarfinu öllu er áhersla á jafnrétti og samþættingu kynjasjónarmiða í kennslu og stuðlað að sjálfsvirðingu og sjálfstæði beggja kynja. Jafnrétti endurspeglast í starfsháttum skólans, samskiptum og skólabrag. Áhersla er lögð á fjölbreyttar kennsluaðferðir og kennsluefni þar sem þess er gætt að vitna í heimildir sérfræðinga af báðum kynjum eftir því sem tök eru á.
 • Nemendur fá fræðslu um jafnréttismál og í lífsleikniáföngum vinna nemendur að verkefnum er tengjast jafnrétti í víðum skilningi, s.s. fordómum, fjölmenningu, kynhneigð, fötlun og trúarbrögðum.
 • Jafnrétti er hluti af öllu því starfi sem fer fram í skólanum, jafnt í kennslu sem öðru starfi hvort sem um er að ræða ólík verkefni eða samskipti milli einstaklinga og hópa innan skólans.
Menntun til sjálfbærni:
 • Í öllu skólastarfinu er lögð áhersla á sjálfbærni og sjálfbæra hugsun. Unnið er að því að nemendur verði virkir og ábyrgir borgarar bæði gagnvart samfélaginu og umhverfi sínu.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • Í kjarna brautarinnar fá nemendur þjálfun í tveimur erlendum tungumálum.
 • Skólinn leitast við að taka þátt í samskiptum við skóla í Evrópu enda auka alþjóðleg samskipti víðsýni nemenda, efla skilning þeirra á mikilvægi tungumálakunnáttu og veita innsýn í líf og störf fólks erlendis.
 • Í séráföngum brautarinnar þurfa nemendur að afla upplýsinga um hestatengd málefni á erlendum tungumálum og gera verkefni um m.a. erlend hestakyn, þjálfara og þjálfunaraðferðir
Heilbrigði:
 • Í skólastarfinu öllu er lögð áhersla á heilsusamlegan lífsstíl.
 • Í námi á hestabraut er mikil áhersla lögð á heilbrigðan lífstíl og hestaíþróttir.
 • Í lífsleikni er lögð áhersla á að nemendur kynnist félagslegum þáttum sem stýra hegðun og athöfnum einstaklinga. Þar fer m.a. fram forvarnafræðsla um vímuefni, áfengi, átraskanir, mataræði, kynheilbrigði og svefn. Nemendur eru hvattir til að tileinka sér heilsusamlegan lífsstíl og jákvæð samskipti þar sem einelti og annað ofbeldi líðst ekki.
 • Í íþróttum er unnið að því að auka andlegan og líkamlegan styrk nemenda til að takast á við áskoranir daglegs lífs og auka lífsgæði. Nemendur öðlast hæfni til að nýta sér þekkingu sína meðal annars til að takmarka kyrrsetu, auka hreyfingu á einfaldan og ódýran hátt, flétta líkams- og heilsurækt inn í daglegt líf, meta daglega hreyfingu og gera áætlanir um úrbætur ef þörf er á. Fjallað er um mataræði og hvað felst í hollri og góðri næringu og hver næringarþörf er með tilliti til vinnu og daglegrar hreyfingar. Einnig er rætt um neikvæð áhrif áfengis-, tóbaks- og lyfjaneyslu á líkama og heilsu.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • Skólinn leggur megináherslu á verkefnavinnu nemenda í öllum áföngum þar sem reynir á samskipti og samskiptahæfni ásamt tjáningu bæði í rituðu og töluðu máli við kynningu niðurstaðna. Nemendur þurfa að geta svarað spurningum á málefnalegan hátt og rökstutt skoðanir sínar og niðurstöður.
 • Í öllum íslenskuáföngum þurfa nemendur að gera grein fyrir skoðunum sínum og taka þátt í samræðum. Íslenskunám felur m.a. í sér að nemendur þurfa að tjá sig í ræðu og riti. Með aukinni þjálfun verður mál þeirra blæbrigðaríkara og orðaforði fjölbreyttari.
 • Í lífsleikni fá nemendur tilsögn í framkomu og þjálfast í tjáningu eigin skoðana.
Lýðræði og mannréttindi:
 • Í skólanum er stuðlað að því að gera nemendur að virkum og ábyrgum þátttakendum í lýðræðissamfélagi t.d. með því að leita eftir viðhorfum þeirra til ákveðinna þátta í þeim tilgangi að bæta skólastarfið.
 • Nemendur eiga fulltrúa í skólaráði og skólanefnd og leggja þannig sitt af mörkum við stjórnun skólans.
 • Skólinn gefur nemendum tækifæri til þess að hafa áhrif á vinnubrögð í áföngum brautarinnar og hvetur nemendur til umburðarlyndis og virðingar fyrir mismunandi lífsgildum.