Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1339674513

    Samfélag í nærmynd
    RATV1SA05
    1
    ratvísi
    samfélag í nærmynd
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanganum er skipt í þrjá námsþætti: menningarstoð, samfélagstoð og atvinnu- og fjármálastoð. Nemendur afla sér þekkingar, leikni og hæfni í viðfangsefnum hvers þáttar. Í skipulagi námsins er gert ráð fyrir að þrír kennarar sem hafa sérhæft sig í efni og kennslu hvers þáttar færi sig á milli námshópa með sitt námsefni. Viðfangsefni menningarstoðar eru félagsmótun, fjölskyldan, jafnrétti og fjölmenning. Viðfangsefni samfélagsstoðar eru lýðræði, menntun, stjórnmál og trúarbrögð. Viðfangsefni atvinnu- og fjármálastoðar eru atvinnumál, fjármál og rekstrarkostnaður bíls og heimilis. Meginmarkmið námsins er að nemendur tileinki sér þekkingu, leikni og hæfni í viðfangsefnum sem almennt er talið að séu mikilvæg fyrir þá sem einstaklinga í nútíð og framtíð.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökunum lýðræði, mannréttindi, menntun, stjórnmál og trúarbrögð.
    • sögulegum bakgrunni velferðar okkar og íslenskum vinnumarkaði, t.d. iðnbyltingunni, kjarasamningnum, atvinnuleysi, störfum, réttindum og skyldum atvinnurekenda og launafólks.
    • hugtökum um fjármál og fjármálalæsi.
    • rekstri heimilis og skattkerfinu.
    • ýmsum heimasíðum sem tengjast viðfangsefnum áfangans.
    • námstækni sem dýpkar skilning á viðfangsefnum áfangans, m.a. hugkortagerð.
    • fjölskyldugerðum, helstu hlutverkum fjölskyldunnar, réttindum og skyldum.
    • hugtökunum jafnrétti, kynhlutverk, staðalímynd, mannsal og kynþáttafordómar.
    • kynjamyndum í myndböndum og auglýsingum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leita sér upplýsinga um þekkingaratriði áfangans.
    • ræða viðfangsefni áfangans.
    • vinna úr þekkingu sinni á fjölbreytilegan og skapandi hátt.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í umræðum um viðfangsefni áfangans sem metið er með virkni nemandans.
    • miðla færni sinni við mismundandi aðstæður, sem metið er með einstaklings og hópverkefnum.
    • yfirfæra reynslu sína af vinnu áfangans á daglegt líf. Metið með umræðum, einstaklings- og hópverkefnum.
    Námsmatið byggir m.a. á vinnu og skilum nemenda á skriflegum prófum og eftirfarandi einstaklings- og hópverkefnum: •staðalímyndir, fjölskyldugerðir og hlutverk fjölskyldunnar. •lýðræði, mannréttindi,menntun, stjórnmál og trúarbrögð. •iðnbyltingin og áhrif hennar á líf og umhverfi. •hugkortasmíði. •stéttarfélög og kjaramál. •fjármál og fjármálalæsi. •þróun íslensks vinnumarkaðar- frá bændasamfélagi til iðnvædds samfélags. Námsmatið byggir á að nemendur taki virkan þátt í þeim umræðum sem fara fram.