Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1340027396

    Almenn markaðsfræði
    MARK2AM05
    1
    markaðsfræði
    almenn markaðsfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn miðar að því að fara yfir grundvallarhugtök sem tengjast markaðsfræði og hvernig hugmyndafræðin er notuð til að markaðssetja vörur og þjónustu. Sérstaklega er farið í mikilvægi markaðsstarfs í síbreytilegu umhverfi og afstöðu fyrirtækja til ýmissa þátta í rekstri. Markmiðið er að nemendur kynnist hugmyndafræði markaðsfræði með sérstöku tilliti til ferðaþjónustu, menningarviðburða og lista. Þannig að nemendur geti tengt saman hugmyndafræði markaðsfræðinnar og aðferðafræði við markaðssetningu ferðaþjónustu, menningarviðburða og lista og lært hagnýtar aðferðir við notkun markaðsfræði við sölu, verðlagningu, vöruþróun og kynningu vara/þjónustu í ferðaþjónustu, menningu og listum. Ætlunin er að nemendur verði svolítið sjálflægir í þessari vinnu og huga að því hvernig þeir geti nýtt markaðsfræðina til að kynna sjálfan sig , vinnu sína eða hugmyndir. Að nemandinn tileinki sér gagnrýna og skapandi lausnarhugsun og öðlist með því færni í að miðla eigin hugmyndum og skoðunum.
    Inngangur að félagsvísindum
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tilgangi og hugmyndafræði markaðsfræðinnar
    • þýðingu markaðsstarfs fyrir fyrirtæki og samfélag
    • helstu þáttum almenns markaðsstarfs
    • helstu hugtökum og hugmyndum varðandi vöru og vöruþróun
    • helstu samkeppnisformum og mikilvægustu atriðum samkeppnisgreiningar
    • helstu hugmyndum um kaupvenjur á neytendamarkaði og fyrirtækjamarkaði mikilvægi markaðsáætlana
    • mismunandi greiningartækja og vinnubragða við áætlanagerð
    • helstu markaðsmiðlum í nær -og fjærsamfélagi
    • mikilvægi á góðri skipulagningu og skrásetningu við framkvæmd verkefna
    • sjálfum sér, hugsun og verklagi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • virkja hugmyndaflugið
    • nýta sér hugmyndafræði og aðferðafræði markaðsfræðinnar við markaðssetningu á eign verkum og hugmyndum
    • kynna eigin hugmyndir og verkefni
    • tjá sig um eigin verk og annarra fyrir framan samnemendur
    • sinna hópastarfi sem meðal annars felur í sér samvinnu, virðingu, jákvæð samskipti, stjórnun, ábyrgð og ákvarðanatöku
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera markaðsáætlun sem hentar þeirra verkefni ...sem er metið með... skriflegu verkefni
    • gera kynningaráætlun fyrir eigið verkefni ...sem er metið með... skriflegu verkefni og kynningu
    • tileinka sér skapandi lausnarhugsun sem hægt er að nýta bæði í leik og starfi ...sem er metið með... umræðum og jafningjamati
    • öðlast aukna trú á sjálfum sér í skapandi vinnu og þora að stíga út fyrir þægindarammann og vinna með eigin hugmyndir á sjálfstæðan og persónulegan hátt ...sem er metið með... jafningja og sjálfsmati
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.