Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1359020057

    Hagnýt handritsgerð
    KVMG1HA05
    1
    kvikmyndagerð
    hagnýt handritsgerð
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    KG
    Markmið áfangans er að kynna fyrir nemendum mismunandi uppbyggingu kvikmyndahandrita og gerð þeirra með hjálp sérhæfðra forrita. Farið verður yfir frumsamin handrit, helstu atriði í uppbyggingu handrita, tekin dæmi um hvernig bækur hafa verið umskrifaðar í kvikmyndahandrit ásamt handrit að heimildarmyndum. Megináhersla á dramatíska uppbyggingu sögu sem sögð er með hjálp kvikmyndarinnar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu verklagsreglum við ritun stuttmyndahandrita, frá hugmynd til fullbúins handrits
    • grunnhugtökum við gerð handrita og ritreglum sem nýtast við gerð þeirra
    • nokkrum aðferðum við að byggja upp myndræna dramatíska frásögn í kvikmyndahandriti
    • helstu verklagsreglum við gerð kostnaðaráætlunar fyrir kvikmynd
    • mismunandi tegundum handrita eftir eðli og gerð kvikmyndaverksins, s.s. handrit að stuttmynd, heimildarmynd, auglýsingu og fréttaskýringu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • rita helstu tegundir nytjatexta fyrir einfalt kvikmyndahandrit þar sem framsetning er skýr og skipulögð
    • greina meginatriði í uppbyggingu hefðbundinna kvikmyndahandrita
    • nýta algeng hugtök og tákn í uppbyggingu myndverks til að bæta eigin hæfni við ritun kvikmyndahandrita
    • gera handrit fyrir stutt dagskrárverk ásamt lauslegri kostnaðaráætlun
    • skrifa einfalt handrit í sérhæfðu handritsforriti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • endursegja hefðbundinn texta eða óritaða sögu yfir í einfalt kvikmyndahandrit
    • vinna með ólíka uppbyggingu kvikmyndahandrita eftir eðli þeirra og tegund
    • gera einfalt kvikmyndahandrit ásamt fylgiskjölum fyrir framleiðanda
    • túlka og meta atburðarás og persónur í frásögn í kvikmyndahandriti
    • beita einföldum blæbrigðum í uppbyggingu kvikmyndahandrits til að forðast einhæfni og endurtekningar
    Verkefnaskil