Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1359040326

    Á tökustað
    KVMG2VT05
    5
    kvikmyndagerð
    vinna á tökustað
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    KG
    Upptökur kvikmynda og sjónvarpsþátta, hvort sem um er að ræða stúdíóupptökur eða upptökur á tökustað utandyra, er afar lærdómsríkt ferli. Á tökustað vinna tugir manna saman að ólíkum verkefnum, sem öll þarf að leysa rétt af hendi á réttum tíma. Í áfanganum kynnast nemendur af eigin raun hvernig kvikmynd er tekin upp á tökustað. Þetta er gert með sjálfboðaliðavinnu nemenda við upptöku kvikmyndar/kvikmynda á tökustað undir leiðsögn kennara. Nemendur læra raunveruleg vinnubrögð á tökustað og jafnframt gefst þeim kostur á að nýta hugtakaþekkingu, orðaforða og faglega færni sem þeir hafa aflað sér í fyrri áföngum brautarinnar.
    KVMG2HE05 og KVMG2LÝ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • verkaskiptingu milli aðila á tökustað og hlutverki og eðli helstu deilda (leikmyndadeildar, leikmunadeildar, hár- og förðunardeildar, ljósa- og “grip” deildar, hljóðupptökudeildar myndavéladeildar o.s.frv.) og störfum sendla, skriftu og aðstoðarmanna
    • hlutverki helstu stjórnenda á tökustað (framleiðanda, framkvæmdastjóra, leikstjóra, fyrsta og annars aðstoðarleikstjóra, myndatökustjóra, tökustaðastjóra
    • helstu tækjum og tækjabúnaði sem notuð eru á tökustað, hugtökum og orðaforða er tengist þeim
    • daglegri vinnu á tökustað í samræmi við handrit og tökuáætlanir hvers dags fyrir sig og hvernig breyta getur þurft áætlunum vegna ófyrirséðra aðstæðna er upp geta komið
    • hlutverki og störfum aðstoðarfólks í hinum mismunandi deildum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta þekkingu sína og skilning á hugtökum og merkingu þeirra til að hafa yfirsýn yfir og skilgreina það starf sem fram fer á tökustað
    • nýta þekkingu sína til að starfa sem aðstoðarstarfskraftur innan mismunandi deilda á tökustað
    • leysa af hendi, sem faglegur aðstoðarstarfskraftur, mismunandi verkefni sem útdeilt er af yfirmönnum á tökustað í samræmi við tökuáætlun og dagskipanir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta þekkiingu sína og leikni til að starfa sem aðstoðarstarfskraftur innan mismunandi deilda á tökustað kvikmyndar/sjónvarpsþátta
    • nýta þekkingu sína og leikni til að greina grundvallaratriði í verkaskiptingu og mismunandi verkefnum deilda á tökustað kvikmyndar
    • aðstoða við endurskipulagningu verkáætlana og verkferla vegna breytilegra aðstæðna er upp kunna að koma á tökustað
    • starfa eftir dagskipunum yfirmanna á tökustað í samræmi við handrit og tökuáætlun
    • starfa sem aðstoðarstarfskraftur við uppgjör, skjölun, flokkun og merkingu stafræns kvikmyndaefnis að loknum upptökum
    • starfa við frágang og hreinsun á tökustað eftir að upptökum er lokið
    Vinna á tökustað