Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1360944077

    Heilsufélagsfræði
    FÉLA2HE05_1
    None
    félagsfræði
    heilsufélagsfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Viðfangesefni þessa áfanga er vaxandi og öflugt sérsvið félagsfræðinnar sem beinir sjónum sínum að heilsu, veikindum og skipulagi heilbrigðismála í félagsfræðilegu samhengi. Bæði er fjallað um almenna heilsufélagsfræði sem og geðheilsufélagsfræði. Farið er í helstu kenningar sem tilheyra þessum sviðum, sögu og þróun þessara rannsóknasviða og hagnýtingu þeirra. Fjallað er m.a. um sjúkdómsvæðingu og kenningar um sjúklingshlutverkið, frávik, félagslega dreifingu sjúkdóma, heilbrigðisþjónustu. Einnig er fjallað um samskipti sjúklinga og fagaðila, geðræn og langvinn veikindi, öldrun, dauðann og skoðuð áhrif kyns, aldurs og stéttar auk áhrifa lífsstíls.
    FÉLV1ÞF05. Einnig er gott að hafa lokið FÉLA2SS05, SÁLF2SS05 eða UPPE2SS05.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tengslum heilsu og samfélags
    • helstu ástæðum útbreiðslu heilsuvandamála
    • þróun heilbrigðisþjónustu, notkun hennar, þýðingu og árangur
    • mikilvægum heilsufélagsfræðilegum hugtökum og kenningum; s.s. siðbindingu, fagmennsku, fagræði, sjúkdómsvæðingu, sjúklingshlutverkinu, veikindahegðun, félagslegri flokkun og stimplun sjúkdóma
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla upplýsinga um heilsufélagsfræðileg viðfangsefni á grundvelli rannsóknarspurninga
    • lesa heilsufélagsfræðilegar rannsóknir og skýra frá innihaldi þeirra á skipulagðan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja hugmyndir heilsufélagfræðinnar við eigin veruleika og nærumhverfi
    • meta tengsl lífsstíls, félagslegs umhverfis og heilbrigðis
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.