Markmið þessa áfanga er að gera nemendur í stakk búna til að velja plastefni og framleiðslutækni sem hentar þeirri hönnun sem nemandinn vinnur að. Fjallað verður um efnisfræði plastefna, eiginleika þeirra og mismuninn á hitadeigum og hitaföstum plastefnum. Skoðaðar verða mismunandi aðferðir við notkun plastefna, aðferðir við mótasmíði og möguleikar á endurvinnslu.
Verklegi þáttur námsefnis þessa áfanga verður þannig útfærður að nemendur þurfa að nýta eina aðferð til að smíða úr hitadeigu plasti, og að auki að nýta sér grunnaðferð við smíði á hlut úr trefjastyrktu hitaföstu plasti.
Fab Lab Smiðja 1. þrep
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Mismunurinn á hitadeigu og hitaföstu plasti
Helstu plastefni í hvorum flokki
Eiginleikum plastefna svo sem útlit, hitaþol, efnaþol, styrkur, ljósþol, þyngd og fleira
Hvar skal leita upplýsinga um plastefni og íblöndunarefni
Notkun trefja til styrkingar plastefna. Helstu trefjategundir og eiginleikar.
Getu og takmörkum mismunandi tækjabúnaðar með tilliti til framleiðsluaðferða
Aðferðum og tækjabúnaði sem nota má við fjöldaframleiðslu hluta úr plasti
Lífshring plastefna og endurvinnslu
Aðferðum til að tryggja gæði hráefnis og hagkvæma nýtingu þess
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Tilgreina kosti og galla mismunandi framleiðsluaðferða og skipulagt framleiðsluferil við plastsmíði með tilliti til vörunnar sem hönnuð er
Velja plastefni og framleiðslutækni með tilliti til eiginleika vörunnar
Lesa úr gögnum sem gefa upp eiginleika plastefnisins
Velja viðeigandi verkfæri og tækjabúnað til framleiðslunnar með tilliti til framleiðsluaðferðar
Nýta sér eina aðferð við smíði úr hitadeigu plasti
Nýta sér eina aðferð við smíði úr trefjastyrktu hitaföstu plasti
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Virða náttúru og umhverfi
Tengja þekkingu sína við starfsemi fyrirtækja í nær umhverfi sínu
Geta komið hugmynd sinni á það form að mögulegt sé að framleiða hana, teikningar, efnisval og annað sem hefur áhrif sé sett upp á skipulegan og aðgengilegan máta
Greina orsakir galla sem fram koma í framkvæmd og mæla fyrir um aðgerðir til úrbóta
Geta greint hvort tilskyldum reglum sé fylgt eftir varðandi öryggismál
Skrifleg skýrsla um hvert verkefni og verkefnaskil.
Einnig verður tekið til mats:
• Frumkvæði, frumleg hönnun
• Vinnusemi
• Frágangur, umgangur um vélar og verkstæði sem og tillitsemi við kennara og aðra nemendur
• Vandvirkni og handbragð nemandans við vinnu sína