Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1322745589

    Bókmenntir, málnotkun og ritun
    ÍSLE2MB05
    7
    íslenska
    bókmenntir og ritun, málnotkun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum grunnáfanga eru grundvallarhugtök ritunar, málnotkunar og bókmennta tekin til skoðunar. Ritun: Þar er fjallað um ólíkar gerðir ritsmíða. Nemendur eru m.a. þjálfaðir í gerð heimildaritgerða og læra ýmislegt um frágang ritaðs máls. Setningafræði: Farið er í grundvallaratriði setningafræði og fjallað um ýmislegt sem tengist málnotkun. Bókmenntir og læsi: Nemendur læra helstu hugtök bókmenntafræði og beita þeim við lestur smásagna. Lesin er ein valbók og skrifaður um hana ritdómur. Auk þess fá nemendur lestrarþjálfun við lestur ýmiss konar texta í tengslum við ritunarþáttinn.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum í ritgerðasmíð
    • málfræðihugtökum og ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli
    • grunnhugtökum í bókmenntafræði
    • grundvallarvinnubrögðum við skrif heimildaritgerða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • rita ólíkar tegundir ritsmíða þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun og kemur skoðunum sínum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
    • nota viðeigandi hjálpargögn við frágang ritsmíða
    • draga saman og nýta upplýsingar úr ýmiss konar heimildum og flétta saman við eigin viðhorf og ályktanir á heiðarlegan hátt
    • nýta málfræðihugtök og málfræðilegar upplýsingar til þess að efla eigin málfærni
    • lesa sér til gagns og gamans nytjatexta og bókmenntaverk og fjalla um inntak þeirra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna ólík verkefni í tengslum við námsefnið og sýna töluverð tilbrigði í málnotkun
    • styrkja eigin málfærni og nám í erlendum tungumálum, til dæmis með því að nýta málfræðiupplýsingar í handbókum
    • beita skýru, lýtalausu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
    • taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu
    Lokapróf og vinnueinkunn