Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1323095823

    Hraðlestur - yndislestur
    ÍSLE2YH05
    9
    íslenska
    hraðlestur, yndislestur
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Markmið áfangans er að þjálfa nemendur í lestri og lestrarfærni, meðal annars með lestri skemmtilegra bóka sem nemendur velja sér af valbókalista. Áfanginn hefst með hraðlestrarnámskeiði þar sem nemendur vinna að því að auka leshraða sinn og skilning. Þar sem áfanginn er að hluta til byggður á sjálfsnámi nemenda lesa þeir valbækurnar sínar heima og koma síðan í einkaviðtöl til kennara úr bókunum sínum. Inn á milli hittist hópurinn og vinnur ýmis verkefni sem miða að því að þjálfa nemendur í lestri og lestrarfærni. Nemendur vinna líka að skapandi verkefni.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi lestrar
    • mismunandi aðferðum við lestur
    • helstu reglum hraðlestrar
    • því hversu mikilvægt er að geta tekið út aðalatriði texta á skýran og markvissan hátt
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota hraðlestur og einnig mismunandi lestrartækni við lestur ýmissa texta
    • taka út aðalatriði úr flóknum texta og átta sig á meginefni hans
    • ta ólíkum lestraraðferðum á mismunandi texta/stíl
    • flytja skýra, vel uppbyggða kynningu og geta lagt áherslu á meginþætti og atriði sem skipta máli
    • spyrja efnislegra spurninga, greina og bera saman upplýsingar til að komast að niðurstöðu
    • veita uppbyggilega gagnrýni, taka gagnrýni og nýta sér hana
    • taka þátt í eða stuðla að málefnalegum umræðum eða rökræðum
    • leggja sitt af mörkum í umræðum til að greina viðfangsefni, finna lausnir eða taka ákvarðanir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • ákvarða hvaða lestraraðferðum skal beitt við hinar ýmsu textagerðir
    • dýpka lesskilning sinn
    • nýta sér sköpunarmátt íslenskunnar, til dæmis við að semja eigin sögu, í orðaleikjum, stílþrifum og við nýyrðasmíð
    • endursegja lengri sögu á sannfærandi hátt og lýsa flóknum aðstæðum með skýrum og einföldum hætti án málalenginga.
    Símatsáfangi